Spennandi umsóknir um starf ferðamálastjóra

Um áramót verður ráðinn nýr ferðamálastjóri. Frestur til að sækja um rann út á sunnudaginn, samkvæmt vef samgönguráðuneytisins verður farið yfir umsóknir næstu daga og vikur en svo á að ráða frá og með 1. janúar nk. Hmm, ég vona að ekki verði kastað höndunum til ráðningarinnar því að á listanum er margt gott fólk. Og það skiptir þessa stoð atvinnulífsins á Íslandi miklu máli að hæf manneskja verði ráðin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Vonandi verður vel valið.  Þarna á listanum eru margir sem eru mjög góðir í þetta starf.  Ég sá lika nokkur nöfn sem eiga alls ekki heima þarna.

Þórður Ingi Bjarnason, 6.12.2007 kl. 07:47

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

En varst þú ekki að íhuga að hafa þitt á meðal þeirra?

Berglind Steinsdóttir, 6.12.2007 kl. 08:17

3 Smámynd: Jón Ingvar Jónsson

Mér þykir einsýnt að einhver Ólafur Örn verði ráðinn fyrst ég gleymdi að sækja um. Annars myndi ég helst kjósa konu í starfið. Fyrst það gengur ekki eftir þá Friðrik Haraldsson eða Stefán Helga Valsson.

Jón Ingvar Jónsson, 6.12.2007 kl. 09:39

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Núhh, af hverju er ekki hægt að ráða konu, sóttu engar hæfar um?

Berglind Steinsdóttir, 6.12.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband