Kenning mín um útlendinga á Íslandi

Tilgátan er sú að þeir útlendingar sem koma mjög langt að eigi tiltölulega auðvelt með að tileinka sér a.m.k. grunnfærni í notkun nýs tungumáls, hér íslensku. Þegar ég vann í sjoppunni hjá bróður mínum komu þangað margir útlendingar sem áttu mjög auðvelt með að gera sig skiljanlega og nú umgengst ég útlendinga nær mér sem ná góðu valdi á tungumálinu.

Þegar maður tekur sig upp og flyst til nýs lands með gjörólíku hugarfari og tungumáli, þegar maður kemur frá Filippseyjum, Víetnam, Tælandi, Rússlandi - til Íslands - krefst það ákveðins hugrekkis og sjálfstrausts, jafnvel þótt vinnan krefjist fyrsta kastið ekki alls þess sem hinn aðflutti hefur upp á að bjóða.

Nú er ég bara að hugsa upphátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband