Þriðjudagur, 11. desember 2007
Ég er orðafasisti, ég játa það
Þessa færslu las ég í Orðinu á götunni:
Sindri Freysson, rithöfundur og margreyndur blaðamaður er kominn til starfa á ritstjóran Viðskiptablaðsins og sestur í sætið hans Ólafs Teits Guðnasonar, sem er orðinn starfsmaður Straums-Burðaráss. Á næstunni mun svo Arnór Gísli Ólafsson, viðskiptablaðamaður á Mogganum, flytja sig um sel og hefja störf á Viðskiptablaðinu.
Af öðrum atvinnumálum blaðamanna er það helst að frétta að Jóhann Hauksson, hinn gamalkunni haukur, er hættur störfum á dv.is.
Leturbreyting mín.
Ég les Viðskiptablaðið flesta daga, a.m.k. flesta föstudaga, og mun spennt fylgjast með hvernig Arnór þrífst á selnum.
Athugasemdir
Það hafa nú fleiri Íslendingar verið orðaðir við sel og hlotið frægð fyrir...
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.12.2007 kl. 23:20
Þú meinar hvernig hann þrífst á nýja selnum. Svo má alltaf velta fyrir sér hvað hafi verið að þeim gamla. Kannski verið orðinn of gamall og byrjaður að fara úr hárum. Ég ætla allavega að fylgjast spenntur með þér fylgjast með Arnóri.
JRK (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 02:27
Ég held að þetta sé selurinn Snorri.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.12.2007 kl. 04:41
Döö, er þetta ekki Sæmundur sem nemur nú ný lönd ...?
Berglind Steinsdóttir, 12.12.2007 kl. 07:16
Það er ekki endilega sama selur og selur ... En voða þreytandi að sitja lengi á þeim held ég.
Vilborg Valgarðsdóttir, 12.12.2007 kl. 12:41
Já, Íslendingar kunna vel við að ferðast á milli á selum. Óvíst er hins vegar hvort blaðamaðurinn hafi verið í sömu tímaþröng og Sæmundur. Allt um það á Viðskiptablaðið komst hann líkt Sæmi í Odda
Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:14
Var Lára Hanna annars nokkuð að ýja að eins konar selsham, téhé?
Berglind Steinsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:06
Það má rýna í orð mín og sjá hvað sem fólk vill út úr þeim. Selir koma víða við sögu í Íslandssögunni og reyndar sel líka. Orðatiltækið "Að hafa í seli" þýðir til dæmis að halda hjákonu(r) - bara svona svo eitthvað sé nefnt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.