Ég lét það eftir mér - ,,tökum Shackleton á þetta"

Ég fór á fyrirlestur Finnans sem útflutningsráð bauð mér á í morgun. Skemmtigildi hans var ótvírætt og ég er ekki frá því að stjórnendur og fólk í viðskiptalífinu gætu hafa haft gagn af sumu sem hann sagði. Hann Pata Degerman ákvað að klífa fjall sem enginn hafði klifið, þ.e. marka spor, sýna frumkvæði, brjóta í blað, taka á sig krók, voga sér að vera öðruvísi og kannski dálítið skrýtinn.

Hann fékk félaga sinn í slagtog og svo hófust þeir handa við að skipuleggja fjallgöngu á Suðurskautinu. Þeir puðuðu við eigið hugarfar og ýmsar aðrar hindranir í þrjú ár - og fóru samt hvergi. Þá ákváðu þeir að snúa við blaðinu, eiginlega öllu heldur henda blaðinu sem þeir höfðu sett allt sitt traust á og nálgast viðfangsefnið upp á nýtt, þó með fullri meðvitund um mistök þriggja ára.

Svo fóru þeir.

Lærdómurinn sem ég get dregið af þessu er að stundum þurfa sumir að sveigja af leið til að stækka heiminn - sem er eftirsóknarvert - og að ekki er alltaf skynsamlegt að skilja nei sem nei. Rökin rokka!

Og af því að samt er ekkert nýtt undir sólinni rifjaðist upp fyrir mér landkönnuðurinn ágæti Ernest Shackleton sem þurfti í landkönnunarleiðangri sínum með 30 karla að takast endalaust á við hindranir og finna nýjar leiðir út úr ógöngunum. Í vissum umgangshópi mínum flýgur stundum fyrir setningin: Við tökum bara Shackleton á þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband