Aðventuhittingur mennt(ó/a)klúbbsins 6. desember 2007

Ella ofurkona bauð okkur heim í síðustu viku. Framlag mitt var að taka myndir og svo er ég í heila viku búin að skussast við að ganga frá þeim. En koma laugardagar ...

Inga, Sólveig og Erla komnar í gönguham

Við byrjuðum hittinginn í Skaftahlíðinni hjá Ingu og lögðum í aðventugönguna á fimmtudagskvöldi. Þarna vorum við fjórar og settum (gps-)stefnuna á Engihjallann.

Inga með stein í skónum sínum

Hér erum við enn við Miklubrautina (Kringluna) og Inga var óstarfhæf um stund vegna aðskotahlutar í skó. Hún kippti því snarlega í liðinn í kringum þessar súlur.

Ég gerði heiðarlega tilraun til að kasta mér í veg fyrir sjúkrabíl, tókst ekki. Að öðru leyti var ferðalagið dásamlega tíðindalaust fyrir utan góðar og gegnar slúðursögur og heilbrigð skoðanaskipti í bland við stöðutékk af og til. „Nei, er þetta ekki Þverbrekkan? Ella sagði að Bústaðakirkja væri í beinni sjónlínu. Það hlýtur að vera líka stígur næst.

Gangan tók rúman klukkutíma og hún var DÁSAMLEG, fyrirgefið væmnina. Við erum búnar að þekkjast síðan í menntaskóla og böndin hafa bara styrkst hin síðari ár.

Komnar í Engihjallann 

Stutt stopp á leiðinni til að tína blómin .. og þarna eru kokhraustar gönguhrólfur á ganginum fyrir framan hjá Ellu. Við Sólveig rifjuðum upp þegar við fórum langleiðina inn í íbúðina við hliðina af því að Ella er svo framkvæmdasöm að okkur fannst bara sjálfsagt að hún væri búin að koma sér upp aukainngangi. Okkur var snúið við í dyrunum, ræræræ.

Ella gella 

En þessi tók vel á móti okkur. Og ekki bara í orðum, heldur ÓG var hún búin að kokka og dekka og lekkera allt svo vel.

Ella og eldhúsið í Engihjallanum

Eldhúsið er lítið en þaðan kemur svo margt og það rúmar með góðu móti Ellu og Karen. Og ef mér skjöplast ekki eru jólaveinarnir einn og átta á gardínunni. Og það var hún Ella sjálf sem saumaði í.

Rut var í heimsókn á meginlandinu

Sunddeild Ármanns?? Ég tók ekki einu sinni eftir að Erla væri í þessum bol. Nema hvað, hér er hún Rut sem býr í Vestmannaeyjum en var samt komin á undan okkur. Og þar með lýkur frásögninni af aðventugöngunni sem er trúlega orðin árviss. Við söknuðum sárt Kristínar, Rannveigar og Árdísar - sem forgangsröðuðu öðruvísi, ræræræ.

Bara ein mynd í lokin af veitingunum:

Engihjalla-veitingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband