Föstudagur, 21. desember 2007
Voðalegur þvergirðingsháttur er þetta í Samtökum atvinnulífsins
Ég þykist ekkert geta vefengt hugsanlegan kostnað við að grafa raflínur í jörð en ég sé sannarlega engin rök í umfjöllun SA fyrir kostnaðinum. Og mér finnast þau bregðast undarlega harkalega við tillögu um að skoða málið. Ég held ekki endilega að útlendir ferðamenn yrðu hrifnari af að ferðast um landið án mastranna en mér finnst það alveg koma til greina. Og mér finnst sjálfri verulega spennandi tilhugsun að losna við raflínurnar úr augsýn.
Setjum sem svo að 300 milljarðar séu rétta talan og árin 50, þá erum við í einhverju samhengi að tala um 6 milljarða á ári. Hvað áttu Héðinsfjarðargöng að kosta? Einhvern tímann var talað um 6 milljarða. Svo stóðst það ekki. Hver er endanleg tala?
Hver eru fjárlög ríkisins á einu ári? 300 milljarðar eða svo. Hvað varð mikill afgangur núna? Ég man ekki lengur hvort það voru 40 eða 80 milljarðar, þ.e. hver tölulegur afgangur varð af fjárlögum og hver af fjáraukalögum.
Svo minnist ég þess ekki að notendur í Reykjavík hafi notið þess í lækkuðu orkuverði sumarið sem veður var hér ólíkindalega gott og orkunotkun minnkaði til muna. Getum við ekki innheimt þann ávinning næstu 100 árin?
Ég segi aðallega: Það má leika sér með tölur og það er algjör óþarfi fyrir Samtök atvinnulífsins að verða svona gnafin.
Ef umbeðin skoðun leiddi í ljós að það væri vont fyrir umhverfið að grafa línurnar í jörð værum við hins vegar komin með allt annað umfjöllunarefni.
Dýrt að grafa raflínur í jörðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er greinilegt að það eiga einhverjir hagsmuna að gæta sem eru að fara að kaupa hugsanlega Landsvirkjun :)
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 00:41
Það þarf kjarnorkukonur eins og þig í baráttuna fyrir betri heimi Berglind mín. Ettu ekki til framboð? Ég skal styðja þig. Gleðileg jól.
Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:34
jólakveðja, hafðu það sem allra best,
margrét einars
Margrét (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:21
Gleðileg jól, elsku Berglind mín. Hafðu það gott yfir hátíðirnar.
Kær kveðja,
Arna
Arna Björk (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:43
Ju, takk. Ég vona að þið hafið líka haft það gott, etið yfir ykkur og lesið fram á nótt. Eða t.d. náð góðum nætur- og dagsvefni, tíhí.
Berglind Steinsdóttir, 25.12.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.