Sunnudagur, 30. desember 2007
Öfund út í auðmenn
Nú er Silfur Egils í endurflutningi í sjónvarpinu mínu. Jón G. Hauksson vænir okkur um að öfundast út í auðmenn þegar þeir auðgast en vorkenna þeim ekki þegar þeir tapa.
Þetta er misskilningur. Þegar menn auðgast miklu meira en venjulegir launþegar breikkar bil. Þeir sem verða mjög ríkir hafa efni á meiru og missa kannski skilninginn á verðgildi venjulegra hluta. Þegar þeir hafa efni á að kaupa hús fyrir 100 milljónir, rífa það allt og byggja nýtt fyrir 200 milljónir er hætt við að hinir í götunni vilji líka gera góða sölu. Og ég fullyrði að þetta hefur átt þátt í að hnika verði fasteigna upp á við. En ég er ekki greiningardeild banka.
Þegar menn vita ekki aura sinna tal er ekki hvati til að fara vel með fé, a.m.k. ekki sitt eigið.
Ég öfunda hvorki Hannes, Jón né Björgólf. Ég óska þeim bara góðs en ég sé enga ástæðu til að vorkenna þeim þótt þeir tapi kannski í einu vetfangi 30% af gróða eins árs. Og segi mér þeir sem vit hafa á: Er það ekki vegna þess að þeir taka áhættu? Og er það ekki einmitt áhættan sem stundum færir þeim skjótfenginn gróða?
Athugasemdir
Mér er spurn,hvaða auðmaður á fjölmiðilinn sem að Jón G Hauksson er ritstjóri hjá?
Jensen (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:59
Ég veit ekki hver á Heim.
Berglind Steinsdóttir, 31.12.2007 kl. 09:42
Ég held að þessir auðmenn líði illa þar sem þeir vita ekki hvort þeir eigi þessa penninga á morgun. Það getur ekki verið gott að eiga svona mikið.
Þórður Ingi Bjarnason, 31.12.2007 kl. 09:44
Jæja, ég hvorki vorkenni þeim né öfunda þá. Mér er hins vegar meinilla við að hegðun þeirra hafi áhrif á verðstuðulinn á því sem hinir þurfa líka að kaupa.
Berglind Steinsdóttir, 31.12.2007 kl. 09:51
Ég finn nú hálfpartinn til með þessu liði... margur verður af aurum api og það hefur sýnt sig á fjölmörgum nýríkum.
Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og takk fyrir skemmtileg kynni á árinu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 17:58
Alveg undarlegt hvernig fólk má aldrei gagnrýna neinn án þess að vera sakaður um öfund. Ég segi alveg eins og þú, maður þarf ekkert að öfunda auðmennina þótt maður sé ekki alltaf sáttur við gjörðir þeirra, og ég vorkenni þeim ekkert þótt þeir tapi nokkrum millum því það er ekki eins og þeir séu skildir fátækir eftir.
Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar mamma var að vorkenna bróður mínum fyrir það hvað hann borgaði mikið í skatta. Ég reyndi að benda henni á að hann borgaði meira í skatta en ég fengi í árslaun og þó var ég búin að eyða mörgum árum í háskóla en hann tók verkmenntum. Sagði að þar sem hann fengi samt sem áður í vasann hátt í fjórföld mín árslaun þá væri nú ástæða til að vorkenna mér frekar en honum. Ég er ekki viss um að hún hafi verið sammála.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.12.2007 kl. 23:32
Stína, tekur mamma þín ekki rökum? Spurðu hana frá mér því að rökin þín eru góð.
Djollí nýtt ár, öll sömul ...
Berglind Steinsdóttir, 1.1.2008 kl. 11:26
Jú jú, oftast tekur hún nú rökum. En Haukur er nú frumburðurinn. Það hefur alltaf sín áhrif. Ég, örverpið, hef alltaf bjargað mér svona og þarf ekkert á vorkunn að halda.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:30
Ég borga fjármagnstekjuskatt og mamma vorkennir mér ekki neitt - frekar en ég sjálf.
Berglind Steinsdóttir, 2.1.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.