Mamma mín er sætust

Mamma átti stórafmæli í gær í góðum félagsskap. Trausti bróðir, elstur systkinanna, benti á hið augljósa - að hún er best - og ég tók myndir af því augljósa - að hún er sætust! Hverjum finnst það ekki um mömmu sína?

Svo er hún rökleg (að öðru leyti en því hvernig hún x-ar á kjördegi) og hvetur börnin sín þegar þau þurfa á að halda. Hún var heimavinnandi húsmóðir (sér til lítillar gleði) meðan við uxum úr grasi, menntuð sem kennari en með enga almennilega barnagæslu fyrr en ég kom til sögunnar. Þá var það Brákarborg, ekki ég sem passaði eldri systkini mín ...

Ég held að hennar helsti harmur sé að vera ekki lengur á vinnumarkaði því að hún er kjarnorkukerling og gæti vel dugað til ýmissa verka. Ég get svo sem spurt hana en stundum þekkir maður foreldra sína betur en þeir sjálfir, hmm. Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði við Guðna Ágústsson í Kryddsíldinni sem ég sá í endurflutningi í dag að hann vissi meira um hann en hann sjálfur.

Ég er afskaplega heppin með foreldra og get ekki nógsamlega þakkað hvað þau halda góðri heilsu - líka geðheilsu, hehe.

Eiginlega verð ég að nota tækifærið og þakka góðum gestum fyrir heimsóknina í gær. Þá má alla finna í albúminu sem ég stofnaði utan um gærdaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku Berglind með skemmtilegu og unglegu mömmuna.  Hlakka til að hitta hana fljótlega.

Marín

Marín (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðilegt ár Berglind mín og takk fyrir góða viðkynningu í öll þessi ár.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 10:31

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk, þið eruð langbestar.

Berglind Steinsdóttir, 2.1.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband