Mig dreymdi Michael Moore

Það hlýtur að vera út af forkosningunum í Bandaríkjunum.

Við vorum á Akureyrarflugvelli á leið til Vestmannaeyja og í einu horninu sátu Michael Moore og fleiri þekktir Bandaríkjamenn. Einhverra hluta vegna var ég með í skjóðu minni bók sem MM hafði skrifað og með hjartslætti bað ég hann að árita! Svona grúppíutaktar eru annars mjög fjarri mér.

Ég spái því að John Edwards vinni demókratamegin og vinni repúblikann sem verður ekki Rudy Guiliani. Ég held að Hillary Clinton og Barack Obama taki hvort frá öðru (þarf ekki miklar gáfur til að sjá það) og að obbi Bandaríkjamanna sé ekki tilbúinn í svona miklar breytingar. Þá sígur JE fram úr.

Þetta hefst upp úr því að dreyma mótmælanda Bandaríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hæ Berglind

var að skoða mynda albúmið hjá þér og sá það mynd af Iðunni.  Þekki þú Iðunni og Óla.  Ég er búinn að þekkja þau í mörg ár. 

Þórður Ingi Bjarnason, 6.1.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jahhá, við Iðunn erum systkinabörn, hún er dóttir elsta bróður mömmu sem er yngst sinna systkina. Óla þekki ég miklu minna og hann var ekki boðinn núna því að þetta var kvennaboð með náskyldleikaundantekningum.

Berglind Steinsdóttir, 6.1.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég þekki Iðunni gegnum dansinn við erum búinn að vera í komið og Dansið frá upphafi þess félags.  Ætli ég sé ekki búinn að þekkja hana í ca 13 ár  Óli var brúðarbílstjórinn minn þegar ég Gifti mig.  Lítill heimur

Þórður Ingi Bjarnason, 6.1.2008 kl. 12:33

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Kannski þekkirðu þá Gumma frænda og Helgu konu hans sem eru líka dansóð - og eiga heima í Hafnarfirði ... nei, áttu heima í Hafnarfirði. Það eru engar myndir af þeim. Eina skiptið sem ég fór á salsanámskeið eitt kvöld hitti ég þau - á Seltjarnarnesi.

Berglind Steinsdóttir, 6.1.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband