Gettu betur heldur áfram

Í kvöld keppa átta framhaldsskólar í spurningakeppninni sívinsælu. Ég er með hjartslátt af spenningi, einkum yfir gengi Vestmannaeyja. Ég vex ekki upp úr áhuga á vitsmunalegri keppni og þótt ég eigi eftir að kortleggja spurningahöfundinn Pál Ásgeir Ásgeirsson betur líst mér ágætlega á það sem ég hef heyrt, ekki síst um náttúru landsins og einhvern karlakór ... sem hann er sérfróður um ... Vona þó að hann hætti að spyrja út í auglýsingar sem virka sem auglýsingar fyrir þau fyrirtæki sem í hlut eiga.

Þangað til klukkan slær hálfátta ætla ég að hugsa spekingslega um hæfi og hæfni til mannaráðninga og hvort fólk geti hugsanlega í viðtalinu heillað þann sem útdeilir starfinu. Ég vil halda í þá trú að fólk sé ráðið út á verðleika sína og að það geti slegið í gegn með frumlegum og útpældum hugmyndum í viðtölunum sem eiga að skera að einhverju leyti úr um hæfni þess til að gegna starfi.

Meðfram ætla ég að skæla dálítið yfir því að fá bara þrjá fjórðu út úr prófi sem ég hélt að ég hefði náð a.m.k. 85% í. Ég hélt að ég væri svo flink í þýðingum en Gauti deilir ekki þeirri skoðun til fulls. Fá rökstuðning?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband