Röskur atvinnurekandi óskast

Röskur* kennari, læknir, leiðsögumaður, bílstjóri, ferðamálastjóri, háseti, framkvæmdastjóri, vefhönnuður, forseti, ritari, garðyrkjumaður ... óskast. Hvað er að orðinu röskur? Mér finnst þetta viðkvæmni í þeim sem kvörtuðu. Það að vera röskur þýðir ekki að viðkomandi þurfi að vera fljótfær eða að aðrir megi ekki líka láta hendur standa fram úr ermum.

Ég man að auglýsingin var samin í Hafnarfirði en ég man ekki hverjir kvörtuðu undan notkun orðsins.

* ötull, vaskur, hvatur, snar, duglegur, tápmikill, röggsamur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ! Já, þessu svipar til umræðunnar um ökuníðinga. Nokkrir kvörtuðu yfir notkun þess orðs vegna þess að með því væri verið að segja að allir væru ökuníðingar ...

... Ég skil enn ekki hvernig hægt var að skilja þetta þannig!

Ásinn (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég man eftir þessu með ökuníðingana þegar þú segir það, þvílík viðkvæmni.

Berglind Steinsdóttir, 11.1.2008 kl. 09:33

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er góð grein eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur í Mogganum í dag um hvers vegna það er EKKI í lagi að setja lýsingarorðið "röskur" um fagfólk eins og félagsráðgjafa þar sem þörf er á því að hvert mál sé íhugað og tekinn sá tími sem þarf að ráða fram úr vandanum. Betur hefði farið á því að auglýsa eftir "vel menntuðu" og "reyndu" fagfólki. Ég held hins vegar að það sé alveg rétt hjá þér að félagsráðgjafar (mig minnir fagfélag þeirra) hafi látið í ljós viðkvæmni sem ég myndi reyndar telja árvekni gagnvart því að hagsmunir skjólstæðinganna líði ekki fyrir "röskleika" félagsráðgjafans sem verður vonandi ráðinn í Hafnarfirði.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.1.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Tjah, við ræddum þetta reyndar á föstudaginn, áhugamenn um tungumálið, og vorum sammála um að það að vera röskur fæli ekki í sér ónákvæmni eða flaustursleg vinnubrögð. Röskur skurðlæknir þarf ekki endilega að rífa upp kviðarhol manns eins og á því sé rennilás, hann þarf kannski bara að koma sér að verki.

Og þótt ég væri óánægð með beitingu orðsins væri ég í öllu falli ánægð með umræðuna sem hefur skapast. Ég er hin lukkulegasta og á eftir að lesa grein Sigrúnar.

Berglind Steinsdóttir, 13.1.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband