Hálfur mánuður liðinn

Kjarasamningar leiðsögumanna losnuðu fyrir næstum hálfum mánuði. Félag leiðsögumanna fundar með hinum og þessum um hitt og þetta. Flestir leiðsögumenn eru í öðrum störfum fram á vorið - en ekki allir. Ferðamenn eru á Íslandi upp á hvern dag og nokkur fyrirtæki eru með dagsferðir alla daga. Ýmist leiðsögumenn og bílstjórar eða ökuleiðsögumenn ferðast með ferðalangana. Og nú eru þessir launþegar án samninga.

Við erum undir regnhlíf ASÍ og nú blæs ekki byrlega á þeim vettvangi. Stóru verkalýðsfélögin leiða umræðuna og meðan það er stál í stál milli ASÍ og viðsemjenda erum við eins og mús undir fjalaketti og fáum engu þokað.

Er ekki tími til kominn að tengja?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ætli sé einhvers staðar til töfraorð til að efla skilning á gildi faglegrar leiðsagnar? Hef reyndar rekist á síðuna þína fyrr en fór núna inn á hana eftir vísun frá Önnu Karls vegna fyrirlesturs hennar á Þjóðarspeglinum. Hef fylgst með ferðamennsku síðan ég man eftir mér og tíma sem landvörður; séð ótal margt misjafnt og allt ber að þeim brunni að löggilda ætti leyfi til leiðsagnar hérlendis (þú varst að blogga um það um daginn ef ég tók rétt eftir). Kannski sveitungi minn nýi ferðamálastjórinn beiti sér í því máli?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.1.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk fyrir innleggið, Ingólfur. Já, hvað sem öðru líður hef ég fulla trú á að nýi ferðamálastjórinn vilji vel og ætli sér að gera góða hluti - og að ráðherrann styðji hana í því. Þegar til stykkisins kemur er valdið meira hans.

Þetta ýtir á mig að ýta á stjórnina mína, ekki einu sinni sjálfsagðir hlutir koma á silfurfati ...

Berglind Steinsdóttir, 13.1.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband