Laugardagur, 12. janúar 2008
Samkeppniseftirlitið lifi
Kannski finna neytendur ekki sérlega mikið fyrir því þráðbeint að kortafyrirtækin hafi borið sig saman og reynt að útiloka nýjan aðila í bransanum en við þetta tækifæri verð ég að rifja upp að í haust var mér tvívegis neitað um úttekt á e-kortið mitt vegna þess að heimildin væri fullnýtt. Í báðum tilfellum var það rangt en bara í fyrra skiptið var það leiðrétt með einu símtali. Í seinna skiptið svaraði meintur þjónustufulltrúi hjá Borgun, þrætti og var með mikið stærilæti.
Ég átta mig ekki alveg á hvernig það að neita fólki um þjónustu hjálpar fyrirtækinu en ég er svo góður neytandi að ég hringdi í SPRON næsta virka dag og lét vita. Síðan hef ég ekki gert svo stór innkaup í einni ferð að reynt hafi á þjónustuna að ráði.
En undarlega hljótt hefur verið um þessa frétt. Kannski er það út af kvótadómnum sem er auðvitað risastórt mál.
Í takt við sjónarmið núverandi eigenda Borgunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.