Sunnudagur, 13. janúar 2008
Shu - shushu
Samkvæmt ævisögunni sem ég er að lesa þýðir þetta tré - skógur sem gleður ógurlega viðfangsefni sögunnar. Þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur.
Það lá að, kínverskan sannar þetta.
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Samkvæmt ævisögunni sem ég er að lesa þýðir þetta tré - skógur sem gleður ógurlega viðfangsefni sögunnar. Þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur.
Það lá að, kínverskan sannar þetta.
Athugasemdir
Segja Kínverjarnir eitthvað spakt um birkihríslur?
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 21:28
Ja, þetta er kannski túlkunaratriði (Guðna) ...
Berglind Steinsdóttir, 13.1.2008 kl. 21:37
Hehehehe... spurning um hvort sama gildi um tvær birkihríslur. Maður verður alltaf að athlægi þegar maður bendir túristunum á skógana hér. Gott væri að geta vitnað í kínverskt spakmæli. Spyrjum bara Guðna (hvaða Guðna?).
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 22:47
Lára Hanna, ertu ekki að atast í mér? Ég er að lesa sögu Guðna Ágústssonar. Þar leiðréttist sá landsfrægi misskilningur að hann hafi sagt þetta um tvö tré, það var Jóhannes Kristjánsson eftirherma sem sagði þetta þegar hann hermdi eftir Guðna. Guðni sagði víst ekki einu sinni að staður konunnar væri bak við eldavélina ...
Sjálf er ég mjög lukkuleg með trjáfæðina og geri talsvert með hana þegar ég fer um með ferðamenn.
Berglind Steinsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:13
Guðni Ágústsson eða Jóhannes Kristjánsson - kemur út á eitt. Og báðir úr sveit. Þeir ættu að vita þetta með birkihríslur og skóga. Er ekki skjalfest í þingskjölum að Guðni sagði þetta VÍST?!
Ég er líka afskaplega lukkuleg með trjáfræðina og upphef skógana okkar mikilfenglegu við hvert tækifæri.
Ætli ég sé ekki að atast í sjálfri mér umfram allt - reyna að halda í geðheilsuna þrátt fyrir að vera að þýða eina lélegustu bíómynd sem ég hef þýtt lengi og þá er mikið sagt. Maður verður léttgeggjaður á þessu bulli...
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:59
Ég meinti þetta með að staður konunnar sé á bak við eldavélina. Það er í hans anda. Þetta með trén tvö er í anda Jóhannesar. Hvort tveggja þó jafngeggjað.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.1.2008 kl. 00:01
Á kona virkilega að trúa því að Guðni sé að reyna að sverja af sér að hafa sagt að staða konunnar sé á "bak við eldavélina". Vinkona mín sem þá var þingkona staðfesti við mig að hafa heyrt hann segja þetta og meira að segja spurt hann út í þetta þegar hann sté niður úr ræðupúltinu eftir að hafa látið þessi orð falla. Þetta hlýtur að vera til á hljóðsnældum skjalasafns Alþingis, því þótt hann hafi e.t.v. látið stroka þetta út í prentaðri útgáfu af þingfundinum, þá er upptökunni ekki breytt - eða hvað?
Íslensku skógarnir?! Einstakir og sér á báti eins og margt annað hér.
Helga (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 06:24
Ég veit til þess að dauðaleit hafi verið gerð að ummælunum og þau ekki fundist. Það er hins vegar verðugt verkefni fyrir sagnfræðingana að fara í gegnum snældurnar.
Á bls. 282 segir Guðni að Páll Pétursson hafi sagt sig hafa sagt þetta í rökræðum við framsóknarkonur um mikilvægi móðurhlutverksins. Margrét segir hins vegar að Guðni sé mikill samvinnumaður í hjónabandinu eins og á öðrum sviðum.
Svo er nú það.
Berglind Steinsdóttir, 14.1.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.