Enginn læknir í neyðarbílum meir

Ja, ég segi bara það að ég lenti á spjalli við sérhæfðan sjúkraflutningamann um daginn sem sagði að þeir væru farnir að sinna verkum læknanna í útköllum hvort eð er. Í fréttunum eru þeir núna kallaðir bráðatæknar.

Það er víðar háski en í útköllunum. Ég hef engar áhyggjur af atvinnumálum læknanna. Og eftir því sem ég kemst næst þarf ekki að hafa stórfelldar áhyggjur af lífi og heilsu verðandi sjúklinga.

Rangt mat?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las það í einhverju blaðana um daginn,að Íslenska heilbrigðiskerfið væri í útrás,spesiallistarnir eða réttara sagt einhverjar skrifstofuglákur og glákarar mæli með því að við flytjum inn sjúklinga.Þvílík hræsni sem er í gangi gagnvart fólki.Ekki er hægt að manna sjúkrabíl með lækni.Það á að reka þá sem að að þessum gjörningi koma.  Er Ísland best í heimi?

jensen (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:27

2 identicon

Sparnaður heilbrigðiskerfisins er svo svakalegur að þeir vilja ekki einu sinni kaupa lyf sem henta ákveðnum sjúklingum. Náinn ættingi Ássins er með MS sjúkdóminn og fyrir tveimur og hálfu ári síðan kom lyf á markaðinn í Svíþjóð sem var fyrir ákveðna tegund af sjúkdómnum, þá tegund sem ættinginn er með. Íslensk stjórnvöld héldu að sér höndum þar sem þeir töldu þetta lyf of dýrt. Á meðan hrakar ættingjanum. Fyrir tveimur og hálfu ári hafði hann nánast fulla starfsgetu og gat farið í stutta göngutúra en nú þarf hann sífellt að hvíla sig og hefur hjólastól við höndina.

Nú loksins um áramótin var lyfið leyft hér ... en ættinginn fékk ekki vegna þess að verið er að forgangsraða sjúklingum ... og ættinginn er ekki framarlega í þeirri röð. Ástæðan sem gefin er: Jú, í örfáum tilfellum hefur lyfið valið heilablóðfalli og því ekki forsvaranlegt að láta alla MS-sjúklinga, sem þurfa á því að halda, fá það strax (notum nokkra sem tilraunadýr fyrst!). Raunveruleg ástæða: Þeir eru bara að SPARA!!!!

Ættinginn og aðstandendur hans spyrja sig hvernig eigi að reka hátæknisjúkrahús og góða sjúkrabíla þegar ekki eru til peningar til að kaupa rétt lyf!

Ásinn (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Nei, ég held að þú hafir einmitt hitt naglann á höfuðið.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.1.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessi sparnaður er orðinn allt of mikill.  Hvernig dettur þeim í huga að um leið og verið er að skera allt niður vegna spanaðar þá er fyrirhugað að byggja nýtt og stærra hátækni sjúkrahús.  Ætli gangi eitthvað betur að reka stærri einingu.  Læknar eiga að vera til taks í sjúkrabílum því það er svo margt sem bráðaliðar meiga ekki gera sem læknar verða að framkvæma og það oft á slysstað.

Þórður Ingi Bjarnason, 17.1.2008 kl. 10:19

5 identicon

Hvernig er þetta í ER, er alltaf læknir í sjúkrabílnum þar ?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:13

6 identicon

hehe! Ásinn er sérfræðingur í Bráðavaktinni. Þar er alltaf læknir með á sjúkrabílunum en reyndar eru það oft læknar á lokaári í námi. Þegar læknir af bráðavaktinni fer með sjúkrabíl er fylgst með honum sem og hinum inni á spítalanum ... og það bregst ekki; læknirinn í sjúkrabílnum lendir alltaf í einhverju óvenjulegu og/eða hættulegu og/eða svakalegu!

Ásinn (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 12:41

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég var samt að hugsa líka um útköllin á landsbyggðinni, varla er læknir þar alltaf. Ha, Þórður? Eru þau líf verðminni?

Svo er einmitt grein í Mogganum í dag um Tysabri-lyfið fyrir MS-sjúklingana. Er ekki nokkurs um vert að lengja og fylla líf þeirra sem þjást af MS? Skömmu fyrir jól var á Alþingi lögð fram fyrirspurn um hvort til standi að taka lyfið í notkun - ég er spennt að sjá svarið þegar það kemur.

Ég held að í Bráðavaktinni sé bara alltaf hasar, annars væri hún ekki sjónvarpsefni ... Ég hef ekki séð Bráðavaktina síðan ég flutti þarsíðast.

Berglind Steinsdóttir, 17.1.2008 kl. 22:55

8 identicon

Ég er hreint ekki sammála þér Ás.

Þú greinir frá persónulegri reynslu sem verður hér of sértæk í umræðu að mínu mati. Segir þar: "að í örfáum tilfellum hafi lyfið valdið heilablóðfalli. " athugaðu að þú talar um ÖRFÁ tilfelli. Undirritaður getur ekki ímyndað sér að um sparnað sé að ræða ef vitað er að lyfið valdi heilablóðfalli heldur frekar telur undirritaður að frekari rannsókna á lyfinu sé ábótavant.

Ég get ekki ímyndað mér að íslensk stjórnvöld hafni lyfi af heimsku og fávísi. Hinsvegar get ég sett mig í spor Ássins um væntumþykju hans á fjölskyldumeðlim óháð hvort yfirvöld samþykki lyf eður ei. Finnst þér ekki nauðsynlegt að frekari rannsóknir fari fram gagnvart þínum fjölskyldumeðlim, Ás? Er engin krafa frá fjölskyldu um slíkt? Mér finnst spurning hvort það sé fyrsta skref og síðan komi framhald. Kannski er erfitt að setja sig inn í dæmið en ég reyni þó. Ég er á leið úr mátun

Ég er heldur ekki viss um að sjúkraflutningamenn fari að sinna verkum lækna. Enda eru þeir engan veginn lærðir til þess. Það er spurning hvað "Fyrsta hjálp" sem aðilarnir eiga að kunna dugar lengi en auðvitað vita allir að læknanna er þörf í bílunum. Ég tel frekar að það þurfi að breyta lögum og reglum í landinu okkar. Sjáfur myndi ég ekki velja að sjúkraflutningamaður færi að sinna mér eins og hann væri læknir enda væri sennilega hægt að kæra slíkt ef til kæmi.

Þrátt fyrir allt - lifi Georg Glooney & co.

Allavega meðan konunni finnst hann sætastur!

skemmtilegt innlit.

G.Jónss.

G. Jónss (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 01:49

9 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér finnst heldur harkalegt af G.Jónss. - sem ég ekki þekki - að beina spjótum sínum að Ásnum sem hefur ekkert til saka unnið. Þvert á móti held ég að MS-sjúklingum sé mismunað, ekki síst eftir að lesa Moggaumfjöllunina í gær. Og allt í nafni sparnaðar.

Ég er enn sannfærð um að það sé ofrausn að senda lækni með hverjum sjúkrabíl, en lofa að taka öllum rökum. Ég er hvorki veik, slösuð né heilbrigðisstarfsmaður. En hver er besti dómarinn í málinu?

Berglind Steinsdóttir, 18.1.2008 kl. 08:22

10 identicon

Nú telur Ásinn að þörf sé á að svara G. Jónss. (sem Ásinn þekkir ekki heldur).

Það mátti auðveldlega skilja sem svo að MS-lyfið, sem sagt var frá, hefði ekki verið rannsakað nægilega lengi eða mikið. Staðreyndin er hins vegar sú að lyfið hefur verið mjög lengi í rannsóknum og það var ekki fyrr en eftir þessar áralöngu rannsóknir sem Svíar, og seinna Danir, tóku upp notkun á lyfinu. Þeir töldu ávinninginn meiri en áhættuna. Áhættan er ljós - bæði sjúklingum og heilbrigðisstarfsmönnum - en íslensk stjórnvöld hafa kosið að nota þessa áhættu sem afsökun til þess að dreifa lyfinu ekki á alla MS-sjúklinga heldur aðeins nokkra.

Vissulega er Ásinn ekki hlutlaus en ofansagt er staðreynd. Það er líka staðreynd að svarið, sem MS-sjúklingar fengu þegar þeir spurðu um lyfið þegar þeir vissu af notkun þess í Svíþjóð og Danmörku, var þetta: Það er of dýrt. Vegna þrýsting fá MS-félaginu og sjúklingum var lyfið svo sett í dreifngu nú um áramót ... en aðeins til fárra ... og það er enn ein staðreyndin. Þegar spurt er um lyfið, hvenær það berist öllum sem á þurfi að halda, er svarið þetta: Við erum að forgangsraða sjúklingum.

Til að bæta við umræðun um lækna á sjúkrabílum heyrði Ásinn þetta í morgunútvarpi Rásar 1 í gær (vona að minnið sé ekki að bregðast hvað tímasetninug varðar): Úti á landi eru alltaf læknar með neyðarbílum.

Ásinn (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 08:59

11 identicon

... hvenær ætli G. Jónss. hafi horft síðast á Bráðavaktina ... George Clooney!!!!!!

Ásinn - aftur (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 09:03

12 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér finnst samt ekki röng ákvörðun að hafa „bara“ bráðatækna á bílunum og lækna í viðbragðsstöðu á spítölunum. En kannski mætti biðja um úttekt ... æ, maður á ekki að skattyrðast um líf og heilsu svona. Ég játa mig sigraða, ég lýsi yfir afstöðuleysi. Ég er svo heppin að hafa hvorki veikst né slasast.

Berglind Steinsdóttir, 18.1.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband