Föstudagur, 18. janúar 2008
Að spara eyrinn
Fyrir mörgum árum var ég búin að mynda mér skoðun á Sundabraut. Ég las þessa almennu umfjöllun í blöðum, hlustaði á þá sem höfðu þekkingu og skoðanir á málinu og komst að niðurstöðu sem er nú fyrnd. Ég er búin að bíða svo lengi eftir þessari samgöngubót að ég man ekki lengur hvað ég vildi. Þó grunar mig að ég hafi helst hallast að ytri leið og þá vegna þess að innri leið hafi bitnað á lífríki fjarðarins.
Nú þykja mér öll rök hníga að göngum. Ég hef ákveðið að taka mark á Gauta vini mínum og vinum hans, enda er ég afskaplega lítið skotin í hvers konar sýnilegum umferðarmannvirkjum. Kostnaður er líka svo déskoti afstæður, það sem kostar í krónum meira í upphafi getur enst von úr viti. Vel ætti að vanda það sem lengi skal standa (er þessi málsháttur til og hvernig er hann þá réttur?). Ég bið um Sundagöng.
Athugasemdir
"Það skal vanda sem lengi á að standa".
Hvað segja Gauti og vinir hans um málið?
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.1.2008 kl. 09:36
Var að hlusta á Gauta og Elísabetu á morgunvaktinni. Tek undir það sem þau sögðu - göng skulu það vera.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.1.2008 kl. 12:52
Einmitt, það er sá Gauti og það viðtal sem ég meinti. Og í augnablikinu er ég alveg sannfærð - göng skulu það vera.
Berglind Steinsdóttir, 18.1.2008 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.