Jói og Simmi á Bylgjunni

Ég er mikið gefin fyrir talað mál. Sumir í stór-vinahópnum halda að ég vilji endalaust hafa orðið sjálf en það er ekki satt. Þegar ég tek til verður mér óendanlega miklu meira úr verki ef ég hlusta á talað mál. Það má vera í síma. Því miður finnst mér púlsinn á Rás 1 helst til veikur, reikna með að ná þeim þroska síðar, og er svo sem ekki sérlega gefin fyrir upplestur af neinu tagi.

Nú hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og kveikti á hinum vinsælu Bylgjupiltum sem segjast halda úti útvarpsþætti frá 9 ei emm til 12 ei emm (allajafna skrifað a.m. eða am, svona skáletrað bera þeir það hins vegar fram). Ég setti svo sem ekki teljarann í gang en mér er til efs að þeir hafi talað í 20 mínútur á fyrsta klukkutímanum. Auglýsingar voru fjölmargar og svo hafa þeir spilað fjöldann allan af lögum. Þeirra eigið talaða mál var brandari um Guðmund í Byrginu, grín um refsingu fyrir hvalavini sem væru hengdir upp í bómur og látnir fylgjast með þegar hvalir væru skornir og lesið (ímyndað?) bréf til 3.000 listamanna út af Laugavegi 4-6 sem þeir upphrópuðu yfir í annarri hverri setningu. Sennilega eitthvert lítilræði til viðbótar sem ég man ekki. Og annar er hófstilltari en hinn.

Mynd með dagskrárlið - Simmi og Jói

Ég er augljóslega ekki í markhópnum. Ég amast ekki við auglýsingum heilt yfir en stilli ekki á sérstakan auglýsingaþátt með illa unnu brandaraívafi. Ég held að þeir séu hinir mætustu menn og mér þætti sjálfri sár raun að þurfa að fara út fyrir kl. 9 alla laugardagsmorgna. Kannski kemur það svona út.

Það verður ekki erfitt að stilla á Vikulokin kl. 11.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásinn hefur örsjaldan stillt yfir á aðrar útvarpsstöðvar en Rás 1 - og er alltaf jafnhissa á því að hann hafi yfirleitt snert takkann. Rás 1 rokkar! - eða þannig... þið skiljið!

Ásinn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband