Nú er illt í efni - auðkennislykillinn gaf upp öndina

Ég hef ekki komið fram við auðkennislykilinn öðruvísi en af stakri kurteisi og elskulegheitum. Fyrir allnokkru datt endinn af þannig að ég brá teygju um stykkið allt til að endinn (hulsan) tapaðist ekki. Áðan skráði ég mig svo inn í heimabanka með fulltingi númers úr lyklinum. Korteri síðar var lykillinn allur.

Og það þori ég að hengja mig í hæsta gálga upp á að fleiri hafa sömu sögu að segja. Hvernig fer ég nú að?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég lenti í þessu fyrir viku síðan að gráa hulsan datt af ég varð að ná mér í lim til að gera við til að geta notað hann

Þórður Ingi Bjarnason, 28.1.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Blessaður vertu, ég var löngu búin að líma. Nú er það bara heimsókn í bankann, grrr.

Berglind Steinsdóttir, 28.1.2008 kl. 19:21

3 identicon

Já ég lenti í þessu fyrir jól, reyndar þá lenti hann aðeins í kaffi hjá mér, það var þá skiljanlegt að hann gæfi upp öndina. En samt ekki fyrr en mánuði seinna. Ég skrapp í bankann þá en fékk þær uppl. að auðkennislyklarnir væru bara búnir á landinu, ég gæti bara notað varaleiðina að fá númer í gsm. Ég sagði að mér findist það nú soldið dýrt til lengdar. Þessu var nú bjargað fyrir horn en vonandi eru lyklarnir komnir aftur.

Auður (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég fékk svona lykil sendan en hef ekki enn notað hann. Kannski vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkar. Hvernig væri að taka mig í létta auðkennislyklakennslustund?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.1.2008 kl. 00:03

5 identicon

Já, já, farðu bara í næsta útibú bankans þíns og fáðu nýjan lykil ... en vertu tilbúin til að borga fyrir hann, góða!

Ásinn-veit ... ýmislegt (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hef heyrt af svona lyklum sem fóru í klósettið, þvottavélina, undir bílinn og ofan í hundinn.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:23

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ja, nú er uppi breytt staða. Ég fór í KB og talaði við indæla nöfnu mína sem fannst alveg sjálfsagt að láta mig hafa nýjan lykil. Þegar ég prófaði hann var hann ekki virkur og ég prófaði samt þangað til hann koksaði á því og er nú með öllu óvirkur. Ég þarf að vitja nöfnu aftur á morgun.

Hins vegar hitti ég í búðinni mann sem (ég þekki og) sagði mér að hann hefði endurnýjað sinn lykil eins og ekkert væri, honum hefði ekki dottið í hug að borga og engum hefði dottið í hug að rukka.

Stína mín, ef þú kemst í heimabankann án lykilsins skaltu ekki hafa fyrir því að læra á hann. Bráðum verða teknar upp einhverjir örgjörvar, græddir í sjónhimnuna eða nefhárin.

Berglind Steinsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband