Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Hive eða jarðstrengur
Heimasíminn var að heiman í alla nótt. Netið var líka í dvala í alla nótt. Skyldi það vera Hive að kenna eða hjó einhver með skóflu heimtaugina mína í sundur kl. 23:03 í gærkvöldi og tjaslaði saman kl. 8:30 í morgun?
Hvað segir Ásinn? Er tímabært að skipta yfir í Vodafone?
Athugasemdir
Tja! Ásinn er mjög sáttur við Vodafone, sérstaklega aðstoðina sem hann fær í gegnum síma (reikningarnir eru frumskógur sem erfitt er að rata um). Það er vel hægt að mæla með Vodafone finnst mér ... og vara alla við Símanum ... en eitthvað lítur þetta út eins og bilun hjá Hive frekar en eitthvað annað.
Áttir þú vona á símtali eftir kl. 23:03???!!
Ásinn (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 08:52
Ó já, þú veist greinilega ekki um allar síðkvöldshringingarnar mínar ... Annars slitnaði símtal þá, þess vegna gat ég tímasett hreyfingarnar svona vel.
Berglind Steinsdóttir, 30.1.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.