Leiklistardómar(ar)

Nú mætti rota mig með fjöðurstaf. Í þremur blöðum eru í dag dómar um Höllu og Kára sem ég sá á sunnudag. Sýningin olli mér vonbrigðum, einkum fyrir að vera klisjukennd og laus við nýstárleika. Þá meina ég fyrst og fremst handritið. Ég get vel fallist á að leikurinn hafi verið nokkuð góður og einkum var gaman að sjá til Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur sem ég komst að í dag að væri dóttir Páls Baldvins Baldvinssonar.

Tveir af þremur dómurum eru mjög hrifnir af stykkinu og þá held ég að þau hljóti að hafa verið á annarri leiksýningu en ég. Á minni sýningu var Jón Valur Jónsson og við vorum grátlega sammála um skort á gæðum. Ef elsku Hafnarfjarðarleikhúsið sem hefur í áranna rás átt stórkostlega - og nýstárlega - spretti, t.d. ógleymanlegt Himnaríki, Sellófan, Síðasta bæinn í dalnum, ætlar að gera sér vonir um frekari styrki þarf það að taka sig á. Sessunautar mínir voru sammála mér, ætli bara við höfum séð í gegnum klisjurnar um neysluhyggjuna, sjónvarpssölumanninn, fátæka þjófinn og draumsýn útlendinga?

Ég vona að enginn komi með fjöðurstafinn og slái mig í hausinn, ég á svo margt ógert í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessir dómar voru ekki beint samstíga.  Las þá sem birtust í DV og Fréttablaði, heyrði síðan af lofsamlegum dómi í Mogga, en þar er nú allt svo skrýtið þessa dagana, hahaha. 

Marín (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hvað er skrýtnara við Moggann þessa daga en aðra daga? Ég fletti honum alltaf, en stundum geri ég reyndar ekki miklu meira en það.

Berglind Steinsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:56

3 identicon

Jón Viðar er minn maður, kvitta undir allt hans. Mjöööög sammála.

Habbs

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hef aldrei tekið ekki mark á Jóni Viðari, þvert á móti stutt hann í hljóði. Nauðsynlegt að menn segi sannfæringu sína. Núna er ég enn sannfærðari um sannfæringu hans - nema hann var kannski í það mildasta.

Berglind Steinsdóttir, 31.1.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband