Skemmtileg myndabók

Ég eignaðist myndabók í kvöld sem ég hef blaðað í síðasta klukkutímann eða svo. Gamall samháskælingur minn og bloggvinur, Sigurgeir Orri, á hluta af heiðri kápunnar. Sá heiður er mikill því að kápan er firnaflott. Ég gratúlera, Orri.

Og bókin - skemmtilesning sem ég hefði viljað setja kommupúkann á. Myndirnar tala og tala og tala ... hins vegar. Myndefnið til 60 ára er auðþekkjanlegt allan tímann.

Ég er að reyna að tala í gátum en held að þær séu of auðleystar samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hmmm...  Melaskólinn 60 ára? Veit ekki hver gerði kápuna og hef ekki talið kommurnar samt...

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, ekki Melaskólinn, samt nærsveitungur, hmm ... Skerfirðingur held ég að óhætt sé að segja.

Berglind Steinsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þessi gáta er of flókin fyrir mig.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.1.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er að minnsta kosti enginn skóli í Skerjafirði, held ég. Flugfélag Ísland? Háskólinn jaðrar við að vera í Skerjafirði en hann er að verða 100 ára og gamla byggingin er ekki orðin 60.

Hmmm...  ég held ég segi eins og Steingerður - of flókið fyrir mig.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þið eruð skemmtilegar, ekki er um að ræða byggingu ...

Berglind Steinsdóttir, 31.1.2008 kl. 13:14

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú fatta ég! Og þótt fyrr hefði verið sbr. þessa færslu. Þetta er myndabók um DO eftir HHG.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 13:36

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég á reyndar eftir að segja Orra (sem ég hitti aldrei) að fyrra nafnið hans hafi verið vitlaust skrifað þannig að kannski hefði mátt prófarkalesa meira en kommurnar. Ég á líka eftir að lesa tabúluna með stækkunargleri, hehe.

Það var gaman að sjá HHG í kremgulum jakkafötum, ÞD 11 ára að stúdera landafræði og GHH dauðans alvarlegan að taka við inspector scholae titlinum í MR. Þegar ég verð sextug vona ég að vinir mínir taki saman myndabók um mig. Ég geri samt ekki kröfu um að vinaklíkan mín verði heil félagasamtök ... Kannski stéttarfélag samt??

Berglind Steinsdóttir, 31.1.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband