Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Fasteignavefur Moggans
Ég er nokkuð reglulegur gestur á fasteignavefnum og finnst gott að geta leitað eftir hverfum, stærð, verði og götuheiti - en af hverju get ég ekki sett í leitarskilyrðin svalir eða verönd? Sólarsvalir skipta mig miklu máli.
Af hverju skrifa fasteignasalar jarðhæð þegar íbúðin er svo niðurgrafin að það þarf næstum stól til að sjá til sólar? Við sáum þekkta íbúð í gær sem er algjör kjallari, og ekkert að því, en hún var auglýst jarðhæð.
Myndir sem eru svo góðar að íbúðir virðast stækka um helming hrinda mér frá á staðnum. Dugar trikkið á aðra, bara að fólk sé komið á staðinn?
Og það síðasta sem mér liggur á hjarta núna er: Af hverju auglýsir ekki fasteignavefurinn hvar er opið hús? Stundum hef ég séð forvitnilega eign sem ég veit að á að sýna í opnu húsi en man ekki hvenær og man heldur ekki alveg hvaða eign. Af hverju getur maður ekki flett eftir þessu leitarskilyrði? Mér leiðist ekkert meira en að sýna mína eigin eign og næstmest leiðist mér að skoða hjá seljendum sjálfum (jæja, kannski ekki næstmest). Ef ég hef áhuga á íbúð vil ég geta skoðað hana þegar seljandinn er að heiman og helst þegar gert er ráð fyrir gestagangi hvort eð er.
Ég man alveg þá tíð þegar maður þurfti að fletta blöðunum í leit að réttu eigninni og er fjarska þakklát fyrir fasteignavefinn, hehhe, kæri Moggi, en er ekki alltaf verið að þróa vefina? Þetta hlýtur að verða næst.
Klukkan er að verða hálfellefu og Fréttablaðið er ekki einu sinni komið með auglýsingarnar ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.