Órugluð Stöð 2 í augnablikinu

Ég hnaut rétt í þessu um óruglaðan þátt á Stöð 2, 60 mínútur (eða Klukkustund eins og við Sigurður G. Tómasson á Útvarpi Sögu myndum kalla þáttinn ef við fjölluðum um hann). Í honum er verið að fjalla um fasteignamarkað og hrun á honum í einhverjum fylkjum Bandaríkjanna.

Fólk fékk óvandaða ráðgjöf frá fasteignasölum og bönkum, fjárfesti langt yfir getu sinni og sat svo í súpunni. Hvenær fáum við fréttaskýringaþátt af þessu tagi hér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín stöð tvö var líka ólæst og ég sá ekkert sem fékk mig til að langa í afruglara.

Ásgerður (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hefði reyndar horft á Sjálfstætt fólk með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ef lásinn hefði ekki verið kominn á. Að öðru leyti fannst mér gott að sjá og finna að ég sakna einskis á þeim vettvangi.

Berglind Steinsdóttir, 12.2.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband