Hvar er annars samstaðan?

Ég tek ofan fyrir VGK og vonandi taka önnur fyrirtæki hið sama til athugunar. Auðvitað er fúlt að eldsneytisverðið hefur hækkað en ég hef ekki síður áhyggjur af aukinni mengun og meiri slysahættu.

Í gær frétti ég af stofnun sem gefur sig út fyrir að vera umhverfisvæn en sendir starfsfólk sitt í leigubíl frekar en strætó ef eitthvað er. Er það tíminn sem verið er að spara? Er það leigubílastarfsemin sem verið er að styðja (mér finnast þær almenningssamgöngur líka mikilvægar)?

Við megum ekki fljóta um sofandi, við berum sjálf ábyrgð - og VGK skilur það.


mbl.is Starfsmenn ferðist ekki einir í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig

Já ég er afar stolt af því að vinna hjá VGK-Hönnun, þessi umhverfistefna er alveg til fyrirmyndar.

Sólveig, 13.2.2008 kl. 10:39

2 identicon

Ég vildi óska þess að minn vinnustaður tæki upp þessa stefnu hjá sér. Sem dæmi má nefna að fimm starfsmenn á minni hæð búa í sama hverfinu. Þeir væru innan við 10 mín. að ganga milli húsa hvers annars. Þeir sameinast allt of sjaldan um bíl ... en þeir ferðast reyndar oft með strætó - en ekki alltaf.

Reyndir vildi ég ÓSKA ÞESS að þetta væri yfirlýst stefna ALLRA FYRIRTÆKJA í borginni og að borgarstjórn hætti að skipuleggja Reykjavík út frá bílaumferð.

Ásgerður (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já. þetta er sannarlega til fyrirmyndar.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Solla, átt þú ekki sjálf heiðurinn af stefnunni, hlaupandi svona út og suður ...?

Berglind Steinsdóttir, 13.2.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Morten Lange

Í raun ætti að skylda með lögum öll fyrirtæki og alla vinnustaði í stærri þéttbýli, yfirleitt til að taka upp samgöngustefna á þessum nótum.  Hér er verið að fara einhver skref í að leiðrétta misrétti gagnvart þeim sem nota ekki gjaldfrjálsu en fokdýru bílastæðin.  Annað er brot á jafnræðisregluna.  Og svo þarf að afnema hlunnindaskatt á samgöngustyrkjum handa þeim sem mæta öðruvísi en á bíl.

Starfsmenn Símans geta fengið strætókort, en þurfa þá að borga hlunnindaskatt. Þeir sem fá gjaldfrjáls afnot af bílstæðum er ekki gert að borga hlunnindaskatt, þrátt fyrir því að (falda) upphæðin sé í flestum tilvikum mun hærri.

Morten Lange, 19.2.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband