Heyrt á Bylgjunni í morgunsárið

Spurt: Finnst þér laun kennara nógu há?

Svarað: Mér finnst margar stéttir of illa launaðar.

Spurt: Finnst þér verjandi að börn fái ekki lögbundna kennslu?

Svarað: Mér finnst ekki gott að gamalt fólk fái ekki umönnun.

Spurt: Hvað finnst þér um að kennarar sem eru að útskrifast vilja frekar halda áfram í námi en fara í illa launaða kennslu?

Svarað: Kannski eru námslánin orðin of góð.

Spurt: Finnst þér í lagi að fólk hrökklist úr kennslu til að vinna við afgreiðslu í bönkum?

Svarað: Þetta er þensla. Viljið þið frekar 10% atvinnuleysi eins og víða er í Evrópu?

---

Endurtakist í tilbrigðum eftir þörfum í 10 mínútur. Ég hafði áhyggjur af að Heimir Karlsson spryngi í loft upp og þá hefði verið grátið á mínu heimili. Eftir fáum útvarpsmönnum sæi ég meira en Heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn sem svarar hefur fyrir löngu sýnt það og sannað að hann er algjört fífl!

Ásinn (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 08:50

2 identicon

...og við hvern var rætt ?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 09:05

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hver var þetta eiginlega, Berglind? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Drottinn minn, hvaða fáviti var í viðtali þarna.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.2.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Aftur hélt ég að gátan væri of létt. Hann er alla fimmtudagsmorgna kl. 7:40-7:55 ... og við annan mann. Skýrast línur?

Berglind Steinsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, engar línur skýrast - ég hlusta aldrei á Bylgjuna. En ég kíkti í dagskrána þeirra á netinu og sá að þetta hlýtur að hafa verið snillingurinn Pétur Blöndal. Ena alveg í hans stíl. Ekki satt?

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:48

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Satt!

Berglind Steinsdóttir, 14.2.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband