Mánudagur, 18. febrúar 2008
Úr 1.450 kr. í 1.556 - mest úr býtum?
Eða hvað þýðir þetta? Þegar maður skoðar með þessu?
Mér sýnist tímakaupið upp á 1.450 kr. (með orlofi og undirbúningi) fara í kr. 1.556 ef ég legg 18.000 kr. við tímakaupið sinnum 170 tímar. Ef einhver nennir að lesa allan samninginn á vef ASÍ og endursegja í aðalatriðum það sem kemur leiðsögumönnum við væri það vel þegið.
Í augnablikinu skil ég ekki gleðidansinn.
Man þó að á morgun er alþjóðlegur dagur leiðsögumanna. Líklega valinn af því að þá er hvað minnst að gera hjá leiðsögumönnum.
Athugasemdir
Jæja, ég renndi þá yfir helstu efnisatriðin sjálf og sá alltént eitt atriði sem mér hafði yfirsést í umfjöllun um samningana, sem sagt að persónuafsláttur á að hækka um 7.000 krónur UMFRAM VERÐLAGSBREYTINGAR, þ.e. úr þá 95.280 í 115.000 árið 2010. Gjarnan vildi ég hafa skattleysismörkin í 150.000 kr. en þetta er mun skárra en 7.000 í allt sem hefði nefnilega ekki haldið í við verðlagsbreytingar.
Svo er þarna fínt ákvæði um húsaleigubætur sem hækka að hámarki úr 31.000 á mánuði í 46.000.
Berglind Steinsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.