Úr 1.450 kr. í 1.556 - mest úr býtum?

Eða hvað þýðir þetta? Þegar maður skoðar með þessu?

Mér sýnist tímakaupið upp á 1.450 kr. (með orlofi og undirbúningi) fara í kr. 1.556 ef ég legg 18.000 kr. við tímakaupið sinnum 170 tímar. Ef einhver nennir að lesa allan samninginn á vef ASÍ og endursegja í aðalatriðum það sem kemur leiðsögumönnum við væri það vel þegið.

Í augnablikinu skil ég ekki gleðidansinn.

Man þó að á morgun er alþjóðlegur dagur leiðsögumanna. Líklega valinn af því að þá er hvað minnst að gera hjá leiðsögumönnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jæja, ég renndi þá yfir helstu efnisatriðin sjálf og sá alltént eitt atriði sem mér hafði yfirsést í umfjöllun um samningana, sem sagt að persónuafsláttur á að hækka um 7.000 krónur UMFRAM VERÐLAGSBREYTINGAR, þ.e. úr þá 95.280 í 115.000 árið 2010. Gjarnan vildi ég hafa skattleysismörkin í 150.000 kr. en þetta er mun skárra en 7.000 í allt sem hefði nefnilega ekki haldið í við verðlagsbreytingar.

Svo er þarna fínt ákvæði um húsaleigubætur sem hækka að hámarki úr 31.000 á mánuði í 46.000.

Berglind Steinsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband