Gefandi spjall um gúmmíhanska

Ég geri ráð fyrir að mitt heimili sé eitt af þeim síðustu í landinu þar sem ekki er uppþvottavél. Á mínu heimili er vaskað upp í höndunum og með svo heitu vatni að gúmmíhanska er þörf. Ég hef ekki tölu á hversu mörg gúmmíhanskapör hafa safnast til uppruna síns undanfarið en þau eru ærin því að þau detta snarlega út í götum.

Kannast nokkur við vandamálið?

Ég hef keypt allar fáanlegar tegundir í Bónus og Krónunni. Þarf ég að kanna lagerinn í Nóatúni líka?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér líka, hjá mér... ég hef aldrei átt uppþvottavél og nota sjóðandi heitt vatn og hanska. Búin að fara í gegnum alla hanskaflóruna en það kemur alltaf gat einhvers staðar. Hættu bara að láta þig dreyma um að finna hina fullkomnu gúmmíhanska - þeir eru ekki til.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.2.2008 kl. 02:32

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Það er bara svo sárt. Samsæriskenning: framleiðendur uppþvottavéla framleiða líka glófana ...

Berglind Steinsdóttir, 23.2.2008 kl. 10:15

3 identicon

Nú getur Ásinn blásið á allar samsæriskenningar því hann veit um hanska sem rifna ekki ... nema stungið sé gat á þá með beittum hníf (þeir rifna svo út fá gatinu með tíð og tíma). Prófið að kaupa svarta gúmmíhanska - sérlega þykkir svo þið finnið minna fyrir sjóðandi heitu vatninu.

Og hvernig veit Ásinn þetta allt saman? Jú, það skal viðurkennt að þótt hann sé konungborinn og örlítið snobbaður þá vaskar hann líka upp á sínum heimili ... svona stundum.

Ásinn (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband