Að græða eða ekki að græða í spilum

Mér finnst gaman að spila vist og gúrku, ás-tvist og kleppara, pictionary og fimbulfamb, rakka, kasínu, rommí og gosa - allt eftir aðstæðum og félagsskap. Mér finnst póker jafn óspennandi og spilakassarnir í sjoppunum. Og ég skil ekki stóra muninn á þeim og póker. Ég man frá því að ég vann í sjoppum bróður míns þar sem voru peningaspilakassar að einstaka spilarar prentuðu út feita vinninga og fóru út með dálitlar summur sem þeir eyddu margir hverjir aftur síðar, oft skömmu síðar.

Getur það ekki líka gerst í póker, að menn tapi gróðanum? Var gengið eftir því að Rauðakrossgróðinn væri talinn fram?

Ég held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband