Mánudagur, 25. febrúar 2008
Bankinn sem maður vill frekar leggja inn í en taka út úr
Í dag var hringt í mig og ég boðin á aðalfund Blóðgjafafélags Íslands. Mér skildist að til stæði að viðurkenna mig fyrir margháttaðar blóðgjafir (og engar úttektir, hmm). Ég varð því miður að afþakka því að ég hef þegar tekið að mér trúnaðarstarf á aðalfundi Félags leiðsögumanna!
Annars hvet ég fólk eindregið til blóðgjafa ef það getur. Það er gott að láta eitthvað af hendi (úr hendi!) rakna og svo er hvert skipti ígildi minniháttar læknisskoðunar, blóðrauði er mældur, sömuleiðis ... eitthvað annað. Ég er a.m.k. alltaf sannfærðari eftir heimsóknirnar um að ég sé heil heilsu og eigi 100 ár ólifuð (eitthvað svo krakkaleg, hehe).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.