Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Álfar í Offenbach
Aldrei fór það svo að dálæti mitt á álfum fleytti mér ekki suður í lönd. Nú er hvatahópur sem er væntanlegur til landsins í júní búinn að panta undirritaða til útlandsins til að segja nokkur spakleg og þýðversk orð á sviði. Rútan verður óvenjulega stór, sem sagt salur, og aldrei þessu vant mun ég snúa að fólkinu og ná jafnvel augnsambandi.
Þetta verður 10 mínútna sjónarspil sem ég hlakka mikið til því að mér leiðist aldrei að tala. Þetta á sér langan aðdraganda því að hvatahópurinn hefur þegar fengið póstkort sem er undirskrifað af einhverri Berglindi sem mun síðan öllum að óvörum birtast á sviðinu í Offenbach - og staðfesta bestu grunsemdir manna um álfa á Íslandi!
Hahha.
Ég er búin að hlæja síðan ég las tölvupóstinn með staðfestingunni sem barst í dag. Þýski forstjórinn þarf nefnilega að læra setningu á íslensku og svo á ég að segja nokkrar til viðbótar sem hann á að kinka kolli við og jánka með innfjálgum íslenskum orðum eins og einmitt, frábært, fyrirtak o.þ.h.
Einhverra hluta vegna finn ég hvorki myndirnar mínar af álfunum né tröllunum ... Ég bæti þeim kannski við seinna.
Athugasemdir
Ertu búin að lesa bókina hennar Unnar Jökuls - Hefurðu séð huldufólk?
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:58
Nei, ég þarf að kynna mér hana.
Berglind Steinsdóttir, 27.2.2008 kl. 22:09
Já, þar eru nokkrir frábærir viðmælendur. Einna athyglisverðust fannst mér kona frá Egilsstöðum, Málfríður. Það var hreint alveg magnað að lesa um hana.
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 22:23
Búin að ná í hana og tek hana með mér á aðalfundinn í kvöld - ef það skyldi verða leiðinlegt, hehe.
Berglind Steinsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.