Þriðjudagur, 4. mars 2008
Handtöskuserían
Stílbrot er lítil bókaútgáfa sem Sif Sigmarsdóttir heldur úti. Metnaður hennar stendur til þess að gefa út vandaðar metsölubækur sem hún þefar uppi í London þar sem hún heldur til þessi misserin. Mér er málið skylt að því leyti til að ég var að prófarkalesa nýjustu bókina sem kemur út í Handtöskuseríunni, Brick Lane eftir Monicu Ali frá Bangladess.
Brick Lane er gatan sem sagan hnitast um. Nazneen er frá Bangladess, gift samlenskum manni en þau búa í London. Hún hlutaðist ekki til um hjónabandið, heldur var það ákveðið af öðrum í fjölskyldunni að múslimskum sið. Þar sem þau hjónin búa fjarri heimalandinu er hins vegar óhjákvæmilegt að þau dragi dám af kringumstæðum sínum, einkum þar sem fyrirhuguð heimför dregst á langinn. Og þegar líður að bókarlokum dregur verulega til tíðinda ...
Athugasemdir
Vá, þessi bók virkar skemmtileg!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:17
Þú ert í markhópnum!
Berglind Steinsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:30
Hlýtur að vera góð. Hver þýddi?
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:51
Þór Tryggvason heitir hann. Það eina sem ég veit til þess að hann hafi þýtt skáldsagnakyns er Kona tímaflakkarans sem líka var gefin út af Stílbroti.
Berglind Steinsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:09
Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?
Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:38
virkar áhugaverð þessi bók. ég reyndar "gafst upp" á konu tímaflakkarans,.. og það gerist nú ekki oft að ég klára ekki bók.
kv.
Margrét Einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 12:09
Mér leiddist nú ekki Kona tímaflakkarans og fannst plottið ganga vel upp. Endirinn fannst mér líka sérlega áhrifaríkur.
Berglind Steinsdóttir, 5.3.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.