Síðunni barst kvörtun vegna kiljuklúbbs Máls og menningar

Hún var svona:

Einu sinni fékk ég fjórar bækur, svo stundum fjórar og stundum þrjár, svo alltaf þrjár, svo stundum þrjár og stundum tvær og nú alltaf tvær.

Mér var sagt að við síðasta niðurskurð yrði sakamálasaga ávallt önnur þessara tveggja bóka en það hefur nú verið svikið.

Síðasti þriggja bóka pakki kostaði 1860 í júlí á síðasta ári, nú kostar tveggja bóka pakki 1995 krónur - GARG.

Ég vil ekki að pakkinn hækki tvisvar á einu ári. Ég vil alltaf fá sakamálasögu því klúbburinn er búinn að venja mig á að það sé gott. Það er bannað að ala mann upp í góðum siðum og skemma þá svo.

Ég sagði auðvitað stúlkunni hjá kiljuklúbbnum að brátt fengi ég stundum eina bók og stundum tvær og loks fengi ég bara eina bók í hverjum pakka. Henni fannst ákaflega ólíklegt að sú yrði þróunin.

Ég benti henni á að á sínum tíma þegar sendar voru fjórar bækur hefði starfsmaður kiljuklúbbsins sjálfsagt talið fráleitt að í framtíðinni yrðu bara sendar út tvær bækur.

Til að bíta höfuðið af skömminni var mér sagt að aðalástæða þess að fækka bókunum úr þremur í tvær væri ... að þá væri auðveldara að koma þeim inn um bréfalúguna.

En nei, ástæðan var bara sú að það yrði auðveldara að hækka verðið, án þess þó að fara upp fyrir 2000 krónur.

Og auðvitað klykkti konan út með því að eftir sem áður væri þetta miklu ódýrara en úti í búð - vá fréttir. Til hvers annars að vera í svona klúbbi nema til að fá þetta ódýrara og VEL VALIÐ lesefni?

Skyldi hún vinkona mín segja áskriftinni upp?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Auðvitað á vinkona þín að segja áskriftinni upp - og það með látum. Ekki liggja á því við útgáfuna hvers vegna verið er að segja upp.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.3.2008 kl. 16:35

2 identicon

En vinkonan er mjög háð því að vera mötuð af bókum sem hafa í lang flestum tilfellum verið mjög góðar lesningar. Hún hefði samt verið sáttari við að fá fleiri bækur og borga meira en fá færri bækur og borga meira.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 16:42

3 identicon

Og nú heitir þetta ekki lengur kiljuklúbbur MM heldur Eddu útgáfu og inniheldur skyndilega einnig bækur frá Bjarti og JPV sem er per se ágætis mál.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:24

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og les kaupandinn öll þau ósköp sem borin eru heim? Hefur kaupandinn íhugað Neon-klúbbinn? Og Handtöskuseríuna?

Berglind Steinsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:55

5 identicon

Ég hefði sagt upp þegar þær voru orðnar þrjár og kostuðu 1860 - andsk... hafi það! sama hversu háð ég væri bókum. Ég færi bara á bókasafnið! ... eða færi í heimsókn til vinkvenna minna og fengi lánaðar bækur. Ég á miklu meira en nóg af góðum bókum og alltaf til í að lána. Velkomin í heimsókn, Hab... vinkona! 

Ásgerður (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:50

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fróðlegt. Þetta sýnir okkur hvernig er smátt og smátt hægt að blekkja neytendur. Sjálfsagt eru margir áskrifendur sem velta þessu lítillega fyrir sér en láta svo kyrrt liggja.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.3.2008 kl. 09:35

7 identicon

Já. Kaupandinn les næstum öll þau ósköp sem borin eru heim. Ef einhver afgangur er ólesinn um áramót og telst fullkomlega óáhugaverður fer kaupandinn í heimsókn til Eddu útgáfu og skiptir bókunum (um síðustu áramót fékk engin bók þessa meðferð) fyrir eitthvað súper áhugavert sem hefur verið hið besta mál.

Mest væri kaupandinn til í að fá fleiri bækur, þrjár bækur alltaf takk fyrir, þó borga þurfi meira og taxtinn fari upp fyrir hagkaupsverðið 1999.-

Til að vinna að því markmiði hefur kaupandinn gerst áskrifandi að handtöskuseríunni sem lofar að senda mér eina bók öðru hverju. Þar kostar ein bók 1295.- með sendingarkostnaði og einhverjum aumum greiðsluseðli. Vona heitt og innilega að það megi sleppa við seðilinn og láta færa upphæðina af greiðslukortinu. Kostnaður við greiðsluseðil er nebblega 100 krónur sem ég skora á handtöskuseríuna að gefa mér færi á að sleppa við. Þarna er Eddu klúbburinn að skora feitt og fær kreditið fyrir það, þar borgar kaupandi engin seðilgjöld.

Glöggir lesendur taka eflaust líka eftir því að hver bók kostar minna hjá Edduklúbbnum en Handtöskuseríunni og ber að gefa þeim kredit fyrir það, þrátt fyrir alla sólarsöguna. Mögulega er þar hagkvæmni stærðarinnar að gera það gott því ég reikna með að kiljuklúbbsfélagar séu skratti margir, nú auk þess sem bækurnar eru tvær í hvert skipti eins og fram hefur komið í þáttunum.

Annars er ástæða þess að ég skrifa langlokur um þetta kannski fyrst og fremst að ég er að læra undir próf og bara NENNI ÞVÍ EKKI. Próflestur er ógó leiðinilegur.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband