Eru álfar bjálfar?

Eða kannski þeir sem á þá trúa?

Það er langt síðan ég kom mér upp velþóknun á huldufólki. Árið 1998 var ég búðastjóri í CISV-búðum á Kjalarnesi. Við sem skipulögðum og stjórnuðum þessum búðum kölluðum þær Huldufólksbúðir, Hidden People Village, vorum fáliðuð en fengum drjúga aðstoð frá stjórnarmanni sem hét Falinn Hulduson. Þátttakendum í búðunum sögðum við alltaf að hann væri annað hvort nýfarinn eða rétt ókominn. Búðirnar stóðu í mánuð og a.m.k. hálfar búðirnar trúði hver maður að Falinn væri til. Og hver láir honum (hverjum manni) ...? 

Mér finnst alltaf gaman að segja frá huldufólki, hvernig þjóðtrúin hafði ofan af fyrir fólki, hvernig enn þann dag í dag er tekið tillit til álfabyggðar og vegir lagðir á skjön við eðlilegt verklag, þúfnablettir látnir í friði og götur skírðar eftir álfum.

Ég hlustaði einu sinni á Magnús Skarphéðinsson flytja forvitnilegan fyrirlestur um alls konar álagabletti og segja sögur af fólki sem hafði séð og fundið fyrir álfum. Hey, ég er ekki svo heppin - en hvernig ætti ég að vera þess umkomin að afskrifa möguleikann á álfum eða öðrum guðum?

Obbinn af Íslendingum mun ekki jafna hól við jörðu ef honum er talin trú um að í hólnum búi álfar, ég tala nú ekki um ef einhver tæki og tól eru þegar farin að gjalda fyrir með virkni sinni.

Ó, þér hindurvitni ...

Svo er ég byrjuð að lesa ferðasögu Unnar Jökulsdóttur sem Lára Hanna mælti með, Hefurðu séð huldufólk? Undirbúningur fyrir ferðalagið fer fram í huganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frá því að ég var lítil hef ég haft unun af sögum um álfa og huldufólk. Amma og mamma sögðu mér margar sögur af þeim og trúðu báðar á álfa. Ég er sammála Berglindi; ég mundi aldrei vera með læti við hól eða stein sem sagður væri bústaður álfa eða huldufólks. Þó held ég að trú mín á þessar hulduverur sé ekki eins sterk og ömmu.

Hins vegar sá ég einu sinni þátt sem þóttist sanna að sýnir fólks (t.d. þegar fólk telur sig sjá framliðna, álfa eða aðrar verur) væru í raun nokkurs konar flog, eiginlega tegund af flogaveiki. Heili fólks sem sér sýnir örvast á sama stað og á svipaðan hátt og fólks sem er í flogaveikikasti.

Einu sinni talaði umræddur Magnús um álfa og allt mögulegt annað í matarboði heima hjá mér ... en frá því verður ekki sagt hér! Forvitnir verða að kaupa matreiðslubókina mína; Matur er manns gaman.

Ásgerður álfa-aðdáandi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

I bok Unnar kemur einmitt fram ad folk veigrar ser ordid vid ad gangast vid tru sinni eda alfasyn. Theim sem raunverulega sja eda skynja eitthvad fer klarlega faekkandi, allir vidmaelendur Unnar eru yfir midjum aldri. Svo er eg lika med a nattbordinu vidtal vid Terry Gunnell og med thvi er yfirlit yfir thad hvernig alfatru hefur dvinad sidustu 30 arin - hins vegar truir folk enn a framlidna og ymsa handanheima.

Berglind Steinsdóttir, 7.3.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband