Fasteignaleitin stendur yfir

Leit mín er mjög þröng, helst bara á 101-svæðinu. Kröfurnar nákvæmar, hæð með suðvestursvölum. Nú rakst ég á íbúð sem er verðlögð á 27.900.000 og áhvílandi eru 27.926.736. Fermetraverð þó ekki nema tæplega 290.000 ...

Alveg eins og ég vil eðlilega gera góð kaup vil ég ekki nýta mér það að fólk þurfi að selja til að losa sig út úr skuldum. Fasteignir eru ekki leikföng eins og stundum má túlka sumt annað.

Eins og öðrum þegnum blöskrar mér í hvaða hremmingar fólk er komið. Ég skil ekki þegar ég heyri fólk í fjölmiðlum tala um að engin umræða sé um þetta, mér finnst allir vera að tala um óráðsíu og gönuhlaup, ekki síst bankanna. Er fólk ekki að meina að ráðamenn þegi þegar það segir að enginn sé að tala um vandann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er hræðilegt að heyra. Maður skilur greinilega ekki almennilega hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.3.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

En þetta hlýtur að vera rætt á kaffistofunni þinni, er það ekki? Bankarnir fengu sjálfdæmi árið 2004 og hleyptu öllu í uppnám. Og ég er alltaf að lesa viðtöl við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna þangað sem fólk kemur þegar það er komið í miklar ógöngur.

Berglind Steinsdóttir, 16.3.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband