Laugardagur, 22. mars 2008
Niður með umferðina
Felum hana, pökkum henni niður, fáum stokk frekar en mislæg gatnamót, Sundagöng frekar en hábrú. Aukum almenningssamgöngur, fækkum einmenningsferðum í bílum.
Ég var að lesa bls. 2 í Fréttablaðinu þar sem formaður íbúasamtakanna í Hlíðunum tjáir sig - enn og aftur. Það ER umhverfisvitundarvakning og ef almenningssamgöngum fer aðeins fram og ef þær verða niðurgreiddar frekar en ný mislæg gatnamót er von til þess að fólk nýti sér þær. Ég hef að vísu aldrei verið ákafur bílisti þannig að ég er kannski ekki gott dæmi um fordæmi, en í vetur hef ég engan bíl átt heldur farið flestra minna ferða á strætókorti sem borgaryfirvöld deildu út til háskælinga. Það er óttalegt puð og hefur alveg verið pirrandi en manni er engin vorkunn ef maður þarf ekki að fara á tvo eða þrjá staði í sömu ferðinni.
Bætum almenningssamgöngur og skoðum helst í alvöru hugmyndir um léttlestakerfi.
Athugasemdir
Sammála Berglind mín, gleðlega páska.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:51
Eins og ég segi - ég skil ekki að Maggi bró sé ekki alltaf inni á síðunni þinni!
Ásgerður (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:12
Hann þarf bara að uppgötva hana, ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.