,,Á eigin vegum"

Það var ekki seinlegt að lesa bókina hennar Kristínar Steins um ekkjuna Sigþrúði sem víst elskaði manninn sinn en saknar hans ekki neitt heldur lætur eftir sér allar einföldu lystisemdir lífsins sem hann hafði engan áhuga á, eins og að fara á upplestra, mæta í jarðarfarir og opin hús til sölu. Til að byrja með þótti mér ásælni hennar í jarðarfarir - og vissulega erfidrykkjur - vafasöm en þegar á líður kemur á daginn að það er engin kökugræðgi sem ræður ferðum hennar. Hún er áhugasöm um fólk og blandar hraustlega geði þegar athöfnunum er lokið.

Krúttleg saga um fullorðna konu sem spinnur þráðinn þegar margur myndi hnýta enda dauðans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála, mér fannst þetta áhugaverð bók um sjálfstæðisleit og það að sættast við sjálfan sig.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.3.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband