Laugardagur, 29. mars 2008
Hækkar verðið í matvöruverslunum eftir kl. fimm?
Ég var í boði í gær þar sem því var haldið fram að verðið í Bónus og Krónunni væri hærra kl. 17 en t.d. kl. 14 þar sem verðkannanir færu fram skömmu eftir hádegi. Ég hélt að ég væri sæmilega meðvituð um verðlag og ég geri stundum innkaup í hádeginu en ég hef ekki alveg tekið eftir þessu.
Svo var líka talað um að alltaf þyrfti að leiðrétta eitthvað sem væri dýrara á kassanum en í hillunni. Ég lendi stundum í því en ekki í hvert skipti.
Loks var glænýtt dæmi um battarí sem ein ætlaði að kaupa á bensínstöð í hjólaluktina sína. Á hillu stóð 560 eða svo, a.m.k. innan við 600, en í búðarkassanum stóð um 1.200. Væntanlegur kaupandi neitaði að greiða tvisvar sinnum hærra verð fyrir vöruna og fór án battaríanna. Afgreiðslustúlkan varð fúl - en skyldi fólk annars vera nógu duglegt að neita okrinu?
Athugasemdir
Fjölmiðlaumræðan, sem fór af stað fyrir nokkrum mánuðum, sannaði þetta held ég. Þá komu ýmsir fram og sögðu sögur af verðhækkunum/lækkunum sama daginn, allt eftir því hvort það var Verðkönnunar-Jón að skoða verð eða Almenni-Jón að kaupa inn fyrir sig, konuna og krakkana. Allir urðu brjálaðir í mánuð ... en síðan gleymdu þeir öllu saman.
... þetta er bara eins og með ríkisstjórnarflokkINN. Fólk virðist gleyma strax hvað sumir hafa skitið oft í buxurnar.
Á (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:43
Höfum við þá kannski gott af kreppu? Opnar hún augu okkar?
Berglind Steinsdóttir, 31.3.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.