Er meiningin að láta okkur hlaupa apríl í kringum Björn Inga?

Ég er ekki mjög áhrifagjörn og þótt ég hefði átt bíl og séð fram á að keyra Bústaðaveginn á bilinu 7:30 til 9:30 hefði mér aldrei dottið í hug að reyna að komast í ódýra bensínið. Og það er heldur ljótur hrekkur á tímabili hins brjálaða verðs - nema þeim hafi verið alvara.

Hins vegar get ég ekki betur séð en að tveimur hafi dottið í hug að láta fólk elta Björn Inga. Mér heyrðist í útvarpinu sem hann ætlaði að árita bók sína um REI-málið í Eymundsson. Allir þangað. Svo sá ég í 24stundum að hann tæki við ritstjórn þess blaðs en að til tíðinda drægi hjá Ólafi Stephensen í Ráðhúsinu í dag kl. 14. Allir þangað.

Alltaf gaman að þessum samsæriskenningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Bjarnason

Sæl,

ég held það geti varla verið að olíufélögin séu að reita mann til reiði með þessum hætti. Svona gabb hlýtur að vera með samþykki skeljungs og það held ég ekki að þeir þori. Þetta er kannski öllu heldur til að bæta fyrir samráðið hér um árið. Annars hljómar það lyginni líkast að einhver maður að nafni Segatta standi fyrir svörum. Af hverju ekki bara Soprano?

Ég held ég sitji sem fastast í dag til að ekki hlaupa apríl.

Hermann Bjarnason, 1.4.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Aaa, nú skil ég veikindi min, innbyggð vörn gegn aprílhlaupi. Ég vaknaði með 39,1° í morgun og var svo aftur að ranka við mér núna. Öryggisventill.

Það er annars satt, olíufélögin gætu ekki verið svona víðáttuvitlaus.

Berglind Steinsdóttir, 1.4.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband