Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Af hverju ættu kaupendur að eign nr. 2 að halda að sér höndum?
Ég skil ekki þessa stífluspá og enn síður spá um stíflubrot eftir afnám stimpilgjalda hjá þeim sem kaupa fyrstu eignina. Það er fjöldinn allur af stórum eignum í sölu sem eru ekki dæmigerð fyrstu kaup.
Lánin sem fást út á brunabótamat eru fjarri markaðsverði. Mun það breytast? Sparnaður upp á 400.000 þegar fólk kaupir 25 milljóna króna eign er vissulega mikilsverður en ef fólk þarf að brúa 10 milljónir og bankarnir lána ekki nema með 7,15% vöxtum er áfram verið að átthagafjötra fólk. Bankarnir ættu að andskotast til að sjá að sér. Þeir græða ekkert á að setja fólk út á klakann.
Ásett verð hefur ekki lækkað þar sem ég hef skoðað. Ég veit ekkert hvað er hægt að bjóða mikið niður en það er öllum til hagsbóta að halda flæðinu áfram. Það er alveg fáránlegt að höndl með heimili fólks lendi í frosti og að misvitrir spámenn ráðskist með svo mikla hagsmuni. Það er stórmál þegar fólk er búið að kaupa - af því að fólki var ráðlagt að kaupa áður en það seldi - og svo getur það ekki selt af því að allt í einu eru aðstæður óhagstæðar.
Þetta er ekkert grín.
Óttast stíflu á fasteignamarkaði fram til 1. júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.