Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Ég gaf nemanda næstum falleinkunn í íslensku einu sinni fyrir að nota dálk úr bókmenntasögu án þess að geta heimildar
Hún varð brjáluð út í mig. Þetta var áður en google stal senunni og það var erfiðara að glöggva sig á hvenær nemendur gerðust fingralangir.
Hvernig getur háskólaprófessor EKKI vitað að maður skreytir sig ekki með stolnum fjöðrum - áður en Hæstiréttur kveður upp úr með það? Ég er svo gargandi bit.
Athugasemdir
Hann hefði átt að vita að þetta voru ekki rétt vinnubrögð. Er hann ekki að kenna meðferð heimilda í HÍ. Spurning hvort hans nemendur geti tekið mark á honum.
Þórður Ingi Bjarnason, 4.4.2008 kl. 08:53
Berglind! Þú ert svo hörð við manngarminn! Hann er voðalega leiður yfir að hafa ekki vandað sig betur!
Á (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:45
Á, þú hljómar eins og mamma mín. Nákvæmlega! En ég veit betur ...
Berglind Steinsdóttir, 4.4.2008 kl. 15:24
Alveg er ég viss um að hann hefur einhvern tímann fellt nemanda fyrir ritstuld eða svindl. Alla vega eru reglur þannig í flestum háskólum. Hann hefur enga afsökun. Enga.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.4.2008 kl. 02:41
Nei, Stína, hann hefur enga afsökun, ég er bara alveg sammála.
Berglind Steinsdóttir, 7.4.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.