Sú bíllausa

Ég keyrði sjálfa mig og ýmislegt dót á milli bæjarhluta í dag og ákvað á bakaleiðinni að prófa eina þessara stöðva sem hafa svo mikið verið í umræðunni. Valið var svo mikið að ég keyrði framhjá hverri bensínstöðinni á fætur annarri og ákvað að taka bensín á Snorrabrautinni þar sem ég verslaði sennilega oftast síðast þegar ég var oft á bíl.

Þegar ég var vendilega búin að leggja bílnum og rifja upp pin-númerið á kortinu stóð ég í forundran fyrir framan auglýstan sjálfsalann - nema hvergi í aðkeyrslunni kom fram að sjálfsalinn tæki bara seðla.

Er þetta útspil olíusalanna í dýrtíðinni? Ef ég hefði ætlað að fylla 60 lítra tankinn hefði ég þurft að punga út átta fjólubláum seðlum. Ég geymi þá ekki í buddunni. Gerir það einhver nú orðið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við söknuðum þín í Hellisheiðarvirkjun, þar hefðir þú ekki þurft að hafa pening í vasanum en samt fengið að drekka rautt og hvítt og borða með. Og þar var fult af skemmtilegu fólki.

Varstu ekki með gemsann á þér. ?

Þórhildur (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk, mín kæra, og ég veit að ég missti af miklu. En ég sendi ykkur öllum tölvupóst á fimmtudaginn til að tilkynna fjarveru mína. Ég var í útgöngubanni vegna flensu, búhú. Magga hringdi meðan ég var að tala við einhvern og svo var hún á tali þegar ég hringdi til baka. Bryndís hringdi þegar hún var á leiðinni uppeftir of seint og við töluðum saman í hálftíma meðan hún sneri við og ég reyndi ekkert aftur að hringja í Möggu, trúði líka að tölvupósturinn hefði skilað sér. Ég hefði aldrei bara skrópað sisona, sko! Ég var hér niðurbrotin og horfði á alla sjónvarpsdagskrána súrum augum.

Ooooooooo.

Berglind Steinsdóttir, 5.4.2008 kl. 09:49

3 identicon

Æ, það var leiðinlegt og hlaut bara að vera alvöru ástæða, þekki þig ekki að því að skrópa. Vonandi ertu búin að losa þig við Flensuna,

það er nú meiri boðflennan, hún þessi Flensa, skilur ekki þegar sagt er "Nei, ég vil ekki að fá Flensu! " og svo bara kemur hún! ...og heldur manni föngnum þó maður vilji gera allt aðra hluti ... huh, frekjan!!! Láttu mig vita þetta, var í svona fangelsi i tvær vikur í febr. Spurning um að skipta um heimilisfang svo hún finni mann ekki aftur. Allavega, láttu þér batna, það kemur annar hittingur eftir þennan.

þessi summutala kemur mér alltaf á óvart, ég þarf alltaf að fara að leita að reiknitölvunni og reikna 2 + 10 = 12 !!! Endalausar hagtölufréttir eru löngu búnar að rugla mann og maður er alltaf að heyra það að 2+2 eru eitthvað allt annað en 4.

Þórhildur (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband