Man einhver Guðna læks?

Þegar Guðna Kolbeinssyni hafði orðið á, þegar Guðni Kolbeinsson beygði í útvarpi nafnorðið lækur í eignarfalli læks og sá svo, reyndar ranglega, að sér hefði orðið á í messunni hætti hann með útvarpsþættina. Honum varð svo um mistökin að honum þótti sér ekki lengur sætt.

Var það ekki snarboruleg hegðun?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Að vísu var þetta  íslenskuþáttur, en hrædd er ég um að fátt yrði eftir af fólki hjá fjölmiðlunum í dag ef það hefði þó ekki væri nema brot af samvisku Guðna.

Nú skiptir engu máli klúðrað og klaufalegt málfar ef útlitið er í lagi ( að "einhverra" mati). kv.

Helga R. Einarsdóttir, 7.4.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hann var helst til grimmur við sig fannst mér, en gott hefði háskólaprófessor sem mikið hefur verið í umræðunni af að hugsa til þessa núna. Því er þetta nú rifjað upp.

Berglind Steinsdóttir, 7.4.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ja, ýmsir mættu a.m.k. temja sér örlitla sjálfsgagnrýni.

Berglind Steinsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég man vel eftir þessu og saknaði Guðna mjög eftir að hann hætti. Betri pistlar um íslenskt mál í útvarpinu hafa varla heyrst fyrr né síðar. Og hann gleymdi alveg að taka tillit til þess að allir geta gert mistök - jafnvel á sínu sérsviði!

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.4.2008 kl. 02:04

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, það var eftirsjá að honum. Hvar er hann núna?

Berglind Steinsdóttir, 8.4.2008 kl. 07:56

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tek undir með Helgu. Ég fékk til að mynda skammir um daginn frá manni nokkrum sem taldi að ég ætti að segja starfi mínu lausu því á tveimur stöðum hafði farið framhjá mér að óhliðstætt atviksorð var notað í stað hliðstæðs. Ég er svo samviskulaus að ég sit enn og reyni að hugga mig við að ég geri mitt besta til að vanda málfar í blaðinu mínu.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:50

7 identicon

Þegar ég var kennari sagði ég alltaf við nemendur mína að ég væri ekki óskeikul, þeir mættu gjarnan efast um það sem ég segði - en ég hefði oftar rétt fyrir mér en þeir!  Það reyndist alltaf vera rétt!! Hins vegar held ég að ég hafi alltaf hneykslað a.m.k. einn nemanda á hverju hausti með því að segja þetta. Þeim fannst ótrúlegt að íslenskukennari gæti einhvern tíma sagt eitthvað á rangri íslensku.

Ætli Guðni Kolbeins sé nokkuð í bólstruðu herbergi núna að beygja orðið lækur aftur og aftur og aftur og aftur og ....  Nei! ég er nú bara að grínast. Ég lýsi hér með eftir Guðna, ég sakna hans og þáttanna hans líka.

Ásgerður (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 10:37

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, maður verður að geta lifað með og lært af mistökum sínum. Guðni var of grimmur við sig. Við viljum fá hann aftur í útvarpið.

-Og ég sé enn eftir borgarstjóranum sem axlaði ábyrgð, axlaði skinn sín og fór. Þórólfur, komdu aftur.

Berglind Steinsdóttir, 8.4.2008 kl. 19:58

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Annars er Guðni alls ekki í bólstruðu herbergi... Hann starfar sem þýðandi og þýðir allt milli himins og jarðar af sinni alkunnu snilld. Þar á meðal má nefna leikrit eins og "Ég er mín eigin kona" þar sem sonur hans, Hilmir Snær, fór á kostum að venju. Og munið þið eftir írska leikritinu "Með fulla vasa af grjóti" sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum? Guðni þýddi það og leikararnir voru Hilmir Snær og Stefán Karl Stefánsson.

Fyrir jólin komu út nokkrar bækur með fornvinum mínum, Dodda og Eyrnastórum. Guðni þýddi þær. Ég gaf rúmlega mánaðargömlum frænda mínum þær í jólagjöf. Best að byrja lestraruppeldið snemma.

En semsagt... Guðni Kolbeinsson er eðalþýðandi og gerir mikið af slíku. Veit ekki hvort hann er ennþá að kenna, en hann kenndi einu sinni íslensku við Iðnskólann.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband