Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Er nokkur kreppa?
Mér fannst endilega að það væru alveg sérlega fáar auglýsingar í Silfri Egils á sunnudaginn. Ég minnist þess að það barst í tal á heimilinu. Og maður hugsaði að þarna sæi kreppunnar stað.
Í dag frétti ég að góðvinur minn hefði ráðið sig á auglýsingastofu á föstudaginn og eytt allri helginni í að semja texta að óljósri sjónvarpsauglýsingu. Og við rifjuðum upp kreppuna sem var talað um árið 2002 sem gekk yfir meðan við depluðum augunum snöggvast. Sér maður bara kreppuna útundan sér þar sem sjónsviðið er hvað lélegast?
Ekki ætla ég þá að kvarta yfir því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.