Miskunnsami Samverjinn lifir enn góðu lífi

Gummi bróðir stendur í flutningum og ég er svo góð litlasystir (af því að hann er svo góður stóribróðir) að ég rétti honum stundum hjálparhönd. Í kvöld reyndi ég að rétta honum litlafingur við flutning á þvottavél. Sem við stóðum fyrir utan heimili hans í miðborginni, kannski dálítið rotinpúruleg og uppburðarlítil, bar að ungan karl og unga konu. Sá var ekki að tvínóna þegar hann sá aumingjaskapinn og bauð fram aðstoð við þvottavélarburð.

Ekki bara var hann mjög snöfurmannlegur við þetta í alla staði, heldur stóðum við að burði loknum á hjali lengi kvölds. Riddaramennska er sko ekki liðin undir lok.

Mig langaði að skrásetja með mynd - en feimnin aftraði mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss- ekki þessa feimni/hlédrægni.

En auðvitað hjálpast fólk enn að, þó ekki væri.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:45

2 identicon

Ásinn telur nokkuð víst að svona hjálpsemi heyri til undantekninga frekar en reglu. Þetta var nú þvottavél en ekki poki með dúnsæng! Bara það ætti að fæla fólk frá...

Ásinn (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, þetta var soldið spes. Hann sagði einmitt: Hehe, það sem maður vildi að væri gert fyrir mann sjálfan ... Þau voru bæði mjög geðug og alls ekki vinaþurfi, tek það fram.

Berglind Steinsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband