Unicef að missa það

Af örlæti mínu læt ég 1.000 kr. af hendi rakna til Unicefs í hverjum mánuði. Ég veit að þetta er ekki há tala en manni er alltaf sagt að smáupphæðir geri gæfumuninn í þeim löndum sem peningurinn rennur til.

Þegar ég sé þessar yfirmátahallærislegu auglýsingar frá Unicef um vatn og vatnsviku langar mig mest að afturkalla lítilræðið. Kjánahrollurinn gerir næstum því út af við mína góðu vitund. Öll myndbrotin sem ég hef séð eru hörmuleg; þegar Ilmur hneykslast á stúlkunni sem veit ekki að Þröstur Leó grettir sig fyrir góðan málstað en sýnu verst er þegar Bjarni Ármanns fær unaðshroll yfir vatninu.

Það er unnið gegn góðum málstað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú hefur þá kannski ekki séð alla Geirana í kvöld? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.4.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jæks, ég var búin að gleyma þeim. Samt var það áreiðanlega auglýsingin sem hratt færslunni af stað hjá mér. Iiiiík.

Berglind Steinsdóttir, 11.4.2008 kl. 21:27

3 identicon

Mér fannst þær flottar. Sérstaklega Geirarnir. Og greinilega eftirminnilegar, þegar þú getur talið þær svona upp. :-)

Geir Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Góður vinur minn í auglýsingabransanum sagði einu sinni að eftirminnilegustu auglýsingarnar seldu ekki endilega best. Og hann talaði af (biturri) reynslu.

Berglind Steinsdóttir, 16.4.2008 kl. 07:29

5 identicon

Væri áhugavert að vita hversu mikið safnaðist í vatnsvikunni og hvað þessar auglýsingar kostuðu...

elin (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, hver skyldi vita það? Ætli eitthvað hafi runnið til göfugs verkefnis yfirleitt?

Berglind Steinsdóttir, 20.4.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband