Krossgötuþáttur Hjálmars Sveinssonar á laugardögum

Lára Hanna er búin að venja mig á Krossgöturnar. Og hafi útvarpið þökk fyrir að gera mér kleift að hlusta þegar mér sýnist. Í þetta skipti talaði Hjálmar m.a. um bensínverð, 4x4 og umhverfismál. Hann er mjög beittur og lætur viðmælendur sína ekki komast upp með neinn moðreyk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er einn albesti þátturinn í útvarpinu, ég tek þá alltaf upp til öryggis. Fróðleikurinn er slíkur að maður getur alltaf átt eftir að þurfa að vitna í hann.

Gaman að hafa kveikt í þér með hann... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 02:12

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hvar geymirðu svo þættina, á i-pod?

Berglind Steinsdóttir, 14.4.2008 kl. 08:10

3 identicon

Oh! Þetta er DÁSAMLEGUR þáttur. Ég vildi óska að fleiri þáttastjórnendur væru eins og Hjálmar Sveinsson.

... Ég hélt að ég væri sú eina (sem ég þekki!) sem hlustaði á þáttinn.

Ásgerður (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, ég geymi þá bara á harða diskinum í tölvunni minni. Þar er nóg pláss.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 09:16

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þennan þarf ég að hlusta á. Takk fyrir ábendinguna.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2008 kl. 09:54

6 identicon

Jemm - þátturinn er algjör snilld, beittur og Hjálmar hefur lag á því að segja það sem allir hugsa en fáir segja upphátt.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:15

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta er algjört hópefli, næst spjöllum við um efni máls líka ... hehe.

Berglind Steinsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband