Um refsingar fyrir umferðarlagabrot

Síðunni barst bréf frá fyrrverandi framhaldsskólakennara á fertugsaldri: 

Ef ég tæki nú upp á því að aka ... tja, við skulum segja of hratt eða undir áhrifum áfengis/lyfja, mundi ég missa bílprófið. Ég fengi líka sekt og punkta í umferðarlagakerfið. Ef ég (réttindalaus) stuttu seinna tæki svo upp á því að keyra (þrátt fyrir réttindaleysið) og væri tekin (edrú og á löglegum hraða en bara svona „óheppin“ að lenda í úrtaki löggunnar) gæti ég lengt þann tíma sem ég er réttindalaus. Þannig var það a.m.k. einu sinni. En unglingur, sem ekki er kominn með ökupróf, sem stelur bíl foreldra sinna og er tekinn þegar aksturslagið er eitthvað óvenjulegt, fær ekki frestun á bílprófsleyfi og ekki punkt í kerfið! Hann fær bara 10 þús. kr. sekt og spjall við einhvern frá barnaverndarnefnd! Það er refsingin!  Er það nema von að fólk brjóti aftur og aftur af sér í umferðinni á Íslandi þegar refsingarnar eru svona. Refsingin fyrir þetta brot unglingsins hefði átt að vera 100 þús. (en ekki 10 þús.), margir punktar í kerfið og frestun á bílprófi í a.m.k. hálft ár. Vissulega má segja að foreldrum sé í sjálfs vald sett hvernig þeir refsa börnum sínum en kerfið á líka að refsa brotafólki ... og þá helst með háum peningasektum því peningar eru það eina sem Íslendingar skilja.  Hnuss!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessu er ég innilega sammála!

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og ég líka. Ég held að mörgu fólki finnist ekkert til um refsingar nema það finni fyrir því í buddunni. Og þetta er alltof mikið ósamræmi í refsingum. 

Berglind Steinsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:26

3 identicon

Ég hætti alveg að hugsa um innihald bréfsins þegar ég sá hausinn frá þér „...á fertusgsaldri...“. Mér finnst þetta rosalegt ... og eftir ekkert svo mörg ár verð ég á fimmtugsaldri!

Fyrrverandi kennarinn (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:41

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þú átt mörg góð ár eftir ...

Berglind Steinsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband