Mánudagur, 14. apríl 2008
Ætlaði ekki Björgólfur að gera Fríkirkjuveg 11 að safni?
Fékk hann ekki húsið keypt með því fororði? Ég man ekki betur. Af hverju ætti hann þá að vilja loka garðinum til að tryggja öryggi tignargesta? Ég geng iðulega í gegnum þennan garð og mér finnst mikið frá mér tekið ef Björgólfur Thor fær að loka honum.
Mér leist hins vegar vel á að hann nýtti húsið sem safn. Ég hélt að hann ætlaði að gera sem mér líkaði.
Athugasemdir
Hann hlýtur að hlýða þér og gera það sem þér líka - ég trúi ekki öðru. Hann er nú svo geðugur piltur hann Björgólfur Thor.
Á (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 08:25
Já, mæltu manna heilust, hann hlýtur að vilja vel!
Berglind Steinsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:22
Fylgdi Hallargarðurinn með í kaupunum? Ég hélt að hann væri eins og Hljómskálagarðurinn - almenningseign.
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:43
Nei, hann fylgdi sko ekki með. Það er umræða í gangi núna um hvort hann fái að kaupa (held ég) en reyndar fékk hann með nokkra metra út frá húsinu.
Berglind Steinsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.