Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Síldin lifir!
Og svei, einhver reyndi að telja mér trú um að síldin hefði horfið vegna ofveiði. Nú veit maður betur, kuldinn hrakti hana á brott og nú er hún snúin aftur.
Í fiskveiðilandi eins og okkar ætti maður að vita mun meira um fisk og fiskveiðar en maður gerir. Ég velti fyrir mér hvort vankunnáttan stafi að einhverju leyti af því að maður fær svo misvísandi upplýsingar. Af hverju hefur ekki á ríflega 20 árum tekist með fiskveiðistjórnunarkerfinu, því besta í heimi, að tryggja okkur nægan þorsk? Hvert fer hann? Er hann ofveiddur? Er hann kannski vanveiddur og étur undan sér? Spilar hvalurinn einhverja rullu?
Bráðum fáum við alltént meira að vita um síldina og hegðunarmynstur hennar.
Annars væri gaman að vita hvað leiðsögumenn segja túristum um stöðu okkar í fiskveiðum. Þegar ég var í Leiðsöguskóla Íslands lærði ég að við fengjum um 65% útflutningstekna af fiski. Ég hef smám saman fært þá tölu niður og segi nú um 50%. Kannski er það ónákvæmni en vonandi ekki mikil. Álið er svona 15% og rest er dálítið af hestum, nokkrar kindur og oggulítið af skyri ...
Ég þarf greinilega að uppfæra mig fyrir törn sumarsins, ég sé að við svo búið má ekki sitja. Öll hjálp vel þegin.
Rannsaka fæðu síldarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kýktu þá á Hagstofa.is, þar undir útgáfa getur þú nálgast bæklinginn Ísland í tölum á PDF formi frítt. Einnig til á ensku, þá þarft þú ekki að giska lengur.
Auður (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:00
En Auður, hvað tölu notar þú? - Allt í lagi, ég skal fletta þessu upp sjálf áður en júní brestur á.
Berglind Steinsdóttir, 15.4.2008 kl. 19:17
Mér finnst eins og þessari síldar- og þorskumræðu sé beint að okkur Sigurjóni. Ég held að þú viljir endilega sjá okkur kljást hér á síðunni þinni!
Á (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:13
Ég lagði þessar tölur aldrei á minnið, var alltaf með þennan bækling með mér nýjann á hverju ári. Mundi svo allann bæklinginn nánast eftir sumarið.
Auður (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:49
Síldin og loðnan eru reyndar óskaplega áhugaverð fyrirbæri frá sjónarhóli þeirra sem heillast af náttúrunni. þetta eru hópdýr sem ferðast um í torfum og stundum hugsar torfan eins og einn einstaklingur. Stingur sér öll í einu og er horfin á augabragði. Sjómenn sátu þá uppi með tóma nót og vissu ekkert hvert öll þessi ógrynni af fiski voru farin.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:37
Jahhá, hópeflið er massíft.
Berglind Steinsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.