Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Konur vs. karlar í atvinnurekstri
Ég er svolítið að velta fyrir mér hvort það sé ekki í alvörunni kynbundinn munur þegar kemur að rekstri fyrirtækja. Eins og það blasir við mér eru karlar djarfari og áhættusæknari og konur varfærnari og meira með fast land undir fótum.
Ég er sjálf svona agalega kvenleg, ég myndi aldrei fara út í atvinnurekstur með mikið lánsfé, ég þyrði aldrei að taka sénsana. Ég þakka guði fyrir að ég er ekki alls staðar, það yrði frekar lítil framþróun, fá spennandi skref stigin, varla leigubíl ekið. Þótt sum fyrirtæki sigli í strand og þótt sum verði aldrei barn í brók gengur mörgum fyrirtækjum vel, stundum ábyggilega þeim sem menn bjuggust ekki við svo miklu af.
En hvað verður nú til nánustu framtíðar litið um djarfhugana sem selja bíla, blóm og nudd sem fólk hlýtur að byrja að skera niður í kreppunni? Hvaða dekur mun fólk láta eftir sér þegar það þarf að velja á næstu mánuðum? Hvað neitar það sér um?
Eða verður enginn niðurskurður í neyslu?
Athugasemdir
takk fyrir síðast
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 17.4.2008 kl. 20:30
sömuleiðis - gott þing (of þung kaka samt)
Berglind Steinsdóttir, 17.4.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.